Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Bjórböðin opnuð með pompi og prakt

Formleg opnun Bjórbaðanna á Árskógssandi var á fimmtudaginn 1. júní síðastliðinn. Undirbúningur hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og bygging húsanna hefur gengið vel í vetur. Óhætt er að segja að beðið hafi verið eftir þessum böðum með mikilli eftirvæntingu enda kom fjöldi fólks til að skoða það sem boðið er upp á.

Formleg opnun Bjórbaðanna á Árskógssandi var á fimmtudaginn 1. júní síðastliðinn. Undirbúningur hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og bygging húsanna hefur gengið vel í vetur. Óhætt er að segja að beðið hafi verið eftir þessum böðum með mikilli eftirvæntingu enda kom fjöldi fólks til að skoða það sem boðið er upp á.

Böðin eru opin alla daga, ýmist til klukkan 20 eða 22 eftir dögum. Hægt er að taka á móti allt að fjórtán gestum í einu, en ein baðferð tekur um 50 mínútur. Fyrst fara gestir í sjálft baðið í 25 mínútur, ýmist tveir eða einn í hvert bað. Síðan tekur við 25 mínútna slökun í teppalögðu slökunarherbergi.

Að sjálfsögðu geta gestir drukkið bjór frá Kalda á meðan þeir eru í baðinu, en einnig er bar rétt við anddyri hússins þar sem hægt er að panta ýmsar tegundir af Kalda bjór og öðrum drykkjarföngum. Auk þess er veitingastaður í húsinu sem getur tekið á móti 80 manns í einu.

Nánari upplýsingar um böðin er að finna á heimasíðu Bjórbaðanna.