Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Björn H. Reynisson ráðinn í starf verkefnisstjóra DMP

Ráðningarferli vegna verkefnisstjóra DMP er nú lokið og munum við hefja verkefnið af fullum krafti á næstu vikum.
Björn H. Reynisson
Björn H. Reynisson

Ráðningarferli vegna verkefnisstjóra DMP er nú lokið og munum við hefja verkefnið af fullum krafti á næstu vikum. Í starfið var ráðinn Björn H. Reynisson sem er með BA (Hons) í International Management frá Anglia Ruskin University í Englandi og MS í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði, verkefna-, þekkingar- og almenna stjórnun frá Háskóla Íslands. Björn er einnig með Diploma í markaðshagfræði frá Aarhus Business Academy í Danmörku. Hann starfaði sem sölu- og markaðsstjóri hjá Saga Travel frá 2015 en þar áður hjá Íslandsstofu/Útflutningsráði við verkefnisstjórn í iðnaði og þjónustu, og við ráðgjöf og fræðslu frá árinu 2008. Þar hélt hann utanum fjölbreytt verkefni á sviði markaðsþróunar, verkefnisstýringar og útflutnings. Einnig hefur Björn starfað við þekkingarstjórnun, ráðgjöf, vörustjórnun og sölustörf hjá Hagvangi, Nýherja og Japís. Björn hefur störf 24. apríl nk og bjóðum við hann velkominn til starfa.