Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Mikil ánægja með blaðamannaferð Edelweiss í vor

Snemma sumars 2023 komu blaðamenn og tökumenn á vegum svissneska flugfélagsins Edelweiss til Íslands, en svissneska almannatengslastofan Ferris Bühler Communications skipulagði ferðina í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Markaðsstofu Suðurlands. Ferðin gekk frábærlega þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn og umfjöllunin í kjölfarið varð mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir.

Snemma sumars 2023 komu fjölmiðlafólk á vegum svissneska flugfélagsins Edelweiss til Íslands, en svissneska almannatengslastofan Ferris Bühler Communications skipulagði ferðina í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Markaðsstofu Suðurlands. Ferðin gekk frábærlega þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn og umfjöllunin í kjölfarið varð mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir.

Edelweiss býður nú áætlunarflug bæði til Akureyrar og Keflavíkur yfir sumartímann. Sumarið 2023 voru sjö ferðir í boði frá Zurich til Akureyrar en næsta sumar verða þær enn fleiri, og flogið verður í júní, júlí og ágúst. Í fyrri hluta ferðarinnar fór hópurinn um Suðurland en í seinni hlutanum var Norðurland heimsótt. Myndir frá hverjum degi og grófa dagskrá má finna hér að neðan.

 

Alls var hópurinn í þrjá heila daga á Norðurlandi og flaug frá Reykjavík til Akureyrar að kvöldi 20. maí, þaðan sem haldið var beint til Húsavíkur í kvöldmat á Fosshóteli og í Geo Sea (Sjóböðin).

Fyrsta heila daginn hélt hópurinn áfram á ferðalagi um Demantshringinn og kom við í Ásbyrgi, Hljóðaklettum og Dettifossi. Því næst hélt hópurinn að Námafjalli og skoðaði Hveri, áður en farið var í buggy-bílaferð með Geo Travel. Að henni lokinni var kvöldmatur snæddur í Vogafjósi og deginum lauk svo í Jarðböðunum.

Daginn eftir var stefnan tekin til Akureyrar, með viðkomu í Dimmuborgum og við Goðafoss. Fyrir hádegismat á Greifanum fór hópurinn í Skógarböðin, en eftir hádegi var dagskráin þétt. Fyrst var farið í Lystigarðinn þar sem Huldufólkið var heimsótt, því næst þaut hópurinn yfir Glerárgil hjá Zipline Akureyri og að lokum fór hann í hvalaskoðun með Whale Watching Akureyri á RIB bát. Þaðan var haldið á Árskógssand í Bjórböð og kvöldmat á Mýri.

 

Þriðja daginn hélt hópurinn í Skagafjörð og hóf daginn á hestbaki á Hellulandi. Því næst tók við hádegismatur á Gránu Bistro og heimsókn í 1238:Battle of Iceland, áður en farið var í Glaumbæ. Vegna veðurs var ekki hægt að koma við á Þrístöpum og  Kolugljúfri eins og til stóð, en hávaðarok var á svæðinu og rigning. Deginum lauk svo í Reykjavík, en hópurinn flaug snemma daginn eftir til Zurich.

Ferris Bühler Communications skilaði samantekt á ferðalaginu í haust. Í henni kemur fram að ferðin fór langt fram úr þeirra væntingum. Markmiðin og árangurinn var svona:

 

Ferðaþjónustufólkið sem tók á móti hópnum fær mjög jákvæða endurgjöf frá fjölmiðlafólkinu í skýrslunni, sem upplifði fagmennsku, gott andrúmsloft í hvívetna og góðar móttökur hvert sem það fór. Hvalaskoðun, hestaferðir og buggy ferðirnar slógu í gegn á Norðurlandi en auk þess var mikil ánægja með þá náttúrustaði sem voru heimsóttir.

Smelltu hér til að skoða samantektina frá Ferris Bühler Communications.

Hlekkir á nokkrar umfjallanir

Corriere della Sera - ath að það þarf að "fletta" til hægri til að sjá alla greinina sem birtist á 13 síðum.

Travelnews online

Schwäbische Zeitung

TAmedia online (sama grein birtist á 10 miðlum samsteypunnar)