Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

easyJet kynnir Norðurland í breskum miðlum

Markaðsdeild easyJet hefur að undanförnu unnið að nýju kynningarefni um Norðurland, með aðstoð frá Markaðsstofu Norðurlands. Síðustu vikur hefur meiri áhersla verið lögð á flug frá Manchester, en þó fjallað um áfangastaðinn í samhengi við flug frá bæði London og Manchester.

Markaðsdeild easyJet hefur að undanförnu unnið að nýju kynningarefni um Norðurland, með aðstoð frá Markaðsstofu Norðurlands. Síðustu vikur hefur meiri áhersla verið lögð á flug frá Manchester, en þó fjallað um áfangastaðinn í samhengi við flug frá bæði London og Manchester.

Í nóvember kom breskur áhrifavaldur og fór í stutt ferðalag um Norðurland, þar sem fulltrúi MN bjó til dagskrá í samstarfi við samstarfsfyrirtæki. Ferðin var að fullu á vegum easyJet og hluti af þeirra markaðsaðgerðum samkvæmt þeirra plani fyrir veturinn.

Afraksturinn má sjá á Instagram síðu easyJet og áhrifavaldsins Somhairle, sjá hlekki hér að neðan. Athugið að efnið fór í loftið í byrjun desember og er í nokkrum færslum.

 



Í síðustu viku fóru svo í loftið greinar sem eru unnar af markaðsdeild easyJet og NewsUK, og eru í birtar í kynningarhluta Sunday Times. Greinarnar voru ávallt sendar í yfirferð hjá MN, en lokaorðið er þó alltaf hjá easyJet og þeirra áherslur í markaðsefninu skína í gegn. Greinarnar eru nú í birtingu og keyptum auglýsingum víðsvegar á vefnum.

The local's guide to North Iceland

On the road in North Iceland

5 reasons to visit Iceland's second city