Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Forgangsmál að klára Dettifossveg

Góðar samgöngur eru undirstaða þess að ferðaþjónusta blómstri. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti bókun í gær, samhljóða, um að klára þurfi Dettifossveg hið allra fyrsta. Uppbygging hans hefur verið forgangsmál hjá Eyþing-samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og sömuleiðis hjá ferðaþjónustunni á svæðinu undanfarin ár, en enn er þó ekki útlit fyrir að lokið verði við uppbygginguna á næstu misserum. Það eru mikil vonbrigði.

Góðar samgöngur eru undirstaða þess að ferðaþjónusta blómstri. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti bókun í gær, samhljóða, um að klára þurfi Dettifossveg hið allra fyrsta. Uppbygging hans hefur verið forgangsmál hjá Eyþingi og sömuleiðis hjá ferðaþjónustunni á svæðinu undanfarin ár, en enn er þó ekki útlit fyrir að lokið verði við uppbygginguna á næstu misserum. Það eru mikil vonbrigði.

Í bókun Norðurþings segir meðal annars: „Dettifossvegur er forgangsmál í Sóknaráætlun Norðurlands eystra og hefur aðalfundur Eyþings ályktað um málið árin 2010, 2011, 2014, 2016 og 2017. Í ályktunum frá árunum 2016 og 2017 er sérstök áhersla á að hér sé um að ræða forgangsverkefni.“

Húsavíkurstofa og Norðurhjari sendu í dag áskorun til Alþingis þar sem þingmenn eru hvattir til þess að beita sér fyrir því að vegurinn verði fullkláraður sumarið 2019. Eftir að framkvæmdum við veginn lýkur næsta sumar stendur eftir 8 kílómetra kafli sem algjörlega óvíst er um hvenær farið verður í laga. „Ef sú staða kæmi upp að ríkisvaldið myndi í raun og veru skilja eftir þetta 8 km langa gat í Dettifossvegi væri það áfall fyrir ferðaþjónustuaðila á Norðausturhorninu. Þar fyrir utan væri það undarleg ráðstöðvun að klára ekki verkið fyrst það er þó komið þetta langt,“ segir í áskoruninni.

Markaðsstofa Norðurlands sendi síðast frá sér yfirlýsingu um málið fyrir nánast sléttu ári síðan. Þar kemur eftirfarandi fram: „Óviðunandi ástand vegarins er ekki einungis hamlandi á núverandi umferð, heldur dregur einnig verulega úr möguleikum ferðaþjónustunnar að vaxa sem skildi á þessu svæði. Það sama á við um fleiri vegi að öðrum vinsælum náttúruperlum á Norðurlandi s.s. Vatnsnesveg að Hvítserk.“

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í byrjun sumars og sýna glögglega hvernig vegurinn verður skyndilega að lélegum og mjóum malarvegi.