Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Lokaskýrsla um þróun upplifana birt

Lokaskýrsla Blue Sail um þróun upplifana á Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið hefur nú verið birt. Í skýrslunni er að finna samantekt á því starfi sem hefur verið unnið í tengslum við þróun upplifana, en sú vinna fór fram í fimm þrepum frá því í nóvember 2017 og fram í október 2018.

Lokaskýrsla Blue Sail um þróun upplifana á Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið hefur nú verið birt. Í skýrslunni er að finna samantekt á því starfi sem hefur verið unnið í tengslum við þróun upplifana, en sú vinna fór fram í fimm þrepum frá því í nóvember 2017 og fram í október 2018. Markaðsstofa Norðurlands, stýrihópur ACW og breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail höfðu umsjón með þessu starfi, en starfi þess síðastnefnda í tengslum við þróun upplifana er nú lokið. Þeirra niðurstöður úr starfinu, og ráðleggingar, verður áfram hægt að skoða í víðara samhengi í tengslum við Arctic Coast Way.

Í viðauka við skýrsluna er að finna yfirlit yfir niðurstöður„hugarflugsæfinga“ frá vinnustofum Blue Sail þar sem þátttakendur köstuðu á milli sín hugmyndum um þróun upplifana og hvað vörumerkið Arctic Coast Way stendur fyrir.

Verkefnið hefur notið stuðnings frá Uppbyggingarsjóðum Norðurlands Vestra og Eystra, og frá Matarauði Íslands. Auk þess tóku um 170 manns þátt í vinnustofum og eru þeim færðar miklar þakkir fyrir sitt framlag og frjóa hugsun.

Skýrsluna má skoða með því að smella hér.