Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Matarauður Íslands og Norðurstrandarleið í samstarf

Það gleður okkur mikið að tilkynna um samstarf Norðurstrandarleiðar og verkefnisins Matarauður Íslands, til að skapa svokallaðar „matarupplifanir“ á þessum nýja ferðamannavegi. Í samstarfinu felst fjárhagslegur stuðningur Matarauðs við Norðurstrandarleiðarverkefnið og mun peningurinn meðal annars fara í kaup á ráðgjöf frá fyrirtækinu Blue Sail um þróun á matarupplifunum á þessu ári.

Það gleður okkur mikið að tilkynna um samstarf Norðurstrandarleiðar og verkefnisins Matarauður Íslands, til að skapa svokallaðar „matarupplifanir“ á þessum nýja ferðamannavegi. Í samstarfinu felst fjárhagslegur stuðningur Matarauðs við Norðurstrandarleiðarverkefnið og mun peningurinn meðal annars fara í kaup á ráðgjöf frá fyrirtækinu Blue Sail um þróun á matarupplifunum á þessu ári. Á næsta ári verður athyglinni beint í auknum mæli að markaðsefni. Samstarfið við Matarauðinn styrkir Norðurstrandarleið verulega og skapar tækifæri fyrir þau fyrirtæki og einstaklinga á leiðinni sem vinna með mat. Þau felast einkum í þátttöku í þróun á matarupplifunum, sem snýst um að „finna bragðið af Norðurstrandarleið.“ Um leið verða fyrirtækin sýnilegri á markaðnum, bæði hér heima sem og erlendis.

Mikill áhugi er á matarupplifunum á hinum alþjóðlega ferðamarkaði og vegna þess var ákveðið að þær yrðu hluti af Norðurstrandarleið, og að þær yrðu þróaðar sérstaklega. Matur er ekki bara stór hluti af ánægjulegu ferðalagi, því hann tengir ferðamenn á tilfinningalegan hátt við staði. Matarframleiðsla og eldun er enda stór hluti allra menningarsamfélaga. Þróun á matarupplifunum á Norðurstrandarleið er því góð leið til að styrkja þennan mikilvæga hluta af ferðalaginu um ferðamanaveginn.

Í apríl verða haldnar vinnustofur með Blue Sail, þar sem þeim sem eru nú þegar þátttakendur í Norðurstrandarleiðarverkefninu verður stefnt saman, ásamt framleiðendum á mat, þeim sem skipuleggja matartengda viðburði og einnig eigendum kaffihúsa og veitingastaða. Þar hefst vinnan við sköpun á matarupplifunum.
Nánari uppplýsingar um vinnustofurnar verður að finna í þriðju skýrslu Norðurstrandarleiðar, sem er væntanleg. Einnig er hægt að hafa samband við Markaðsstofuna fyrir nánari upplýsingar.

Hér er hægt að sjá dæmi um matarupplifanir erlendis:

Learn to make Karelian pie

Lobster Bay Culinary Adventures

Best of Halifax Foodie

Lighthouse Bites

Learn cooking on a farm with a chef

From guesthouse to guesthouse cuisine tour