Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Menntamorgun ferðaþjónustunnar - Ráðningar og Z kynslóðin

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 10. apríl 2024 kl. 9-9:45. Fundurinn verður í streymi.

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna bjóða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar 10. apríl 2024 kl. 9-9:45. Fundurinn verður í streymi.

Á fundinum verður áhersla á undirbúning ferðaþjónustuaðila fyrir vertíðina – hvað stjórnendum ber að hafa í huga varðandi vinnumarkaðsmál og ráðningu sumarstarfsfólks, hvernig sé hægt að halda árangursrík starfsviðtöl ásamt hugvekju um breyttar væntingar Z kynslóðar til vinnustaðarins og stjórnenda.

Dagskráin er fjölbreytt og fræðandi:

Hvernig finnum við rétta aðilann í teymið? Góð ráð fyrir árangursrík atvinnuviðtöl
Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, ráðgjafi hjá Hagvangi

Hvað ber að hafa í huga þegar sumarstarfsfólk er ráðið í vinnu?
Íris Mist Arnardóttir, lögfræðingur hjá SA

Ný kynslóð og aðrar væntingar
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og menningar hjá Símanum og stjórnarmaður í Bláa Lóninu

Fræðsla og menning í fjölbreyttu starfsumhverfi
Eir Arnbjarnardóttir, mannauðsstjóri hjá Center Hotels

Fundarstjóri er Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins

Menntamorgnar ferðaþjónustunnar eru samstarfsverkefni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustunnar og Markaðsstofa landshlutanna.

Skráðu þig hér.