Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Mikill áhugi á Norðurlandi á Birdfair

Dagana 18. – 20. ágúst tók Markaðsstofan þátt í sýningunni The British Birdwatching Fair í Rutland, Bretlandi. Þetta var í 4 skipti sem MN tekur þátt í sýningunni og stefnt er að halda því áfram.

Dagana 18. – 20. ágúst tók Markaðsstofan þátt í sýningunni The British Birdwatching Fair í Rutland, Bretlandi. Þetta var í 4 skipti sem MN tekur þátt í sýningunni og stefnt er að halda því áfram. Markaðsstofan hefur unnið með ferðamálasamtökum Norðurlands vestra og Fuglastíg Norðurlands Eystra ásamt aðilum í Eyjafirði í þróun á ferðaþjónustu sem tengist fuglum á Norðurlandi. Mikill áhugi var á Norðurlandi sem áfangastað og nokkuð var um fólk sem hafði komið til Íslands en vildi koma aftur, dvelja lengur og ferðast víðar. 

Sýningin í ár var sú stærsta frá upphafi og er var nú haldinn í 29. skipti. Markaðsstofan tók þátt ásamt Ferðamálasamtökum Norðurlands vestra, Geo Travel, Nonna Travel, Travel North og North West Adventures. Sýningin er í Bretlandi en fólk kemur frá öllum heimshornum til þess að kynna sér allt það nýjasta sem tengist fuglum. fuglaskoðun, dýralífi, náttúru og ljósmyndun.