Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Niðurstöður úr Dear Visitor könnun frá 2019

Áætlað er að 580 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið á Norðurland árið 2019, eða um 30% af þeim erlendu ferðamönnum sem komu til Íslands

Áætlað er að 580 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið á Norðurland árið 2019, eða um 30% af þeim erlendu ferðamönnum sem komu til Íslands. Þar af komu um 56% þeirra yfir sumartímann. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr könnuninni Dear Visitor sem Rannsóknir & ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Markaðsstofu Norðurlands. 

Alls fækkaði ferðamönnum um 8% frá árinu 2018, þegar þeir voru áætlaðir 622 þúsund talsins. Í niðurstöðunum kemur fram að þeir sem nýttu sér bílaleigubíla voru mun líklegri til að fara um Norðurland. Þó er vert að geta þess að í þessi könnun nær til farþega sem fara um Leifsstöð og nær því ekki til farþega sem koma með skemmtiferðaskipum. Þá kemur einnig fram að þeir sem voru að koma til Íslands í fyrsta skipti voru nokkuð líklegri til að fara með Norðurland en þeir sem höfðu komið til landsins áður.

Hér má lesa skýrslu um niðurstöðurnar.