Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Niðurstöður úr Dear Visitor könnun frá 2019

Áætlað er að 580 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið á Norðurland árið 2019, eða um 30% af þeim erlendu ferðamönnum sem komu til Íslands. Þar af komu um 56% þeirra yfir sumartímann. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr könnuninni Dear Visitor sem Rannsóknir & ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Markaðsstofu Norðurlands. 

Alls fækkaði ferðamönnum um 8% frá árinu 2018, þegar þeir voru áætlaðir 622 þúsund talsins. Í niðurstöðunum kemur fram að þeir sem nýttu sér bílaleigubíla voru mun líklegri til að fara um Norðurland. Þó er vert að geta þess að í þessi könnun nær til farþega sem fara um Leifsstöð og nær því ekki til farþega sem koma með skemmtiferðaskipum. Þá kemur einnig fram að þeir sem voru að koma til Íslands í fyrsta skipti voru nokkuð líklegri til að fara með Norðurland en þeir sem höfðu komið til landsins áður.

Hér má lesa skýrslu um niðurstöðurnar.


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri