Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Norðurland og norðurljósin - The AURORAS

Nýtt kynningarmyndband Íslandsstofu var sett í loftið í síðustu viku, en það er partur af herferð til að markaðssetja Ísland sem vetraráfangastað fyrir Breta. Í síðustu viku hélt Íslandsstofa kynningarfund um herferðina, og nú boðar Markaðsstofa Norðurlands til fundar um það hvernig herferðin verður nýtt til að kynna Norðurland.

Nýtt kynningarmyndband Íslandsstofu var sett í loftið í síðustu viku, en það er partur af herferð til að markaðssetja Ísland sem vetraráfangastað fyrir Breta.

Í síðustu viku hélt Íslandsstofa kynningarfund um herferðina, og nú boðar Markaðsstofa Norðurlands til fundar um það hvernig herferðin verður nýtt til að kynna Norðurland.

Einnig verður farið yfir það hvernig samstarfsfyrirtæki MN geta nýtt herferðina, stutt við kynningarefni MN og magnað upp sitt eigið markaðsefni.

Fundurinn verður núna á fimmtudaginn, 30. október klukkan 9:30-10:15, á Teams.

Smelltu hér til að skrá þig