Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný stjórn kjörin á aðalfundi - upptaka

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands var kjörin á aðalfundi sem haldinn var á Laugarbakka þriðjudaginn 16. maí. 

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands var kjörin á aðalfundi sem haldinn var á Laugarbakka þriðjudaginn 16. maí. 

Venju samkvæmt var kosið í lausar stöður í stjórn MN til tveggja ára, tvær á Norðurlandi eystra og eina á Norðurlandi vestra.

Í framboði voru Sara Sigmundsdóttir frá Eldingu, Ármann Örn Gunnlaugsson frá Sjóböðunum/Geosea á Norðurlandi eystra og Viggó Jónsson frá Drangeyjarferðum gaf áfram kost á sér á Norðurlandi vestra.

Þar sem ekki voru fleiri í framboði var sjálfkjörið í stjórn og er hún því eftirfarandi: Viggó Jónsson, Drangeyjarferðir, Sara Sigmundsdóttir, Elding hvalaskoðun, Sigrún Huld Sigmundsdóttir, Icelandair Hotels, Ármann Örn Gunnlaugsson, Geosea/Sjóböðin, Örn Arnarson, Hótel Laugarbakki. 

Varamenn er kjörnir til eins árs í senn og gáfu þau Þorbjörg Jóhannesdóttir og Tómas Árdal kost á sér til áframhaldandi setu. Voru þau einnig sjálfkjörin.

Í stjórn sitja einnig fulltrúar frá SSNV og SSNE, sem eru þær Jóhanna Ey Harðardóttir og Hilda Jana Gísladóttir.

Þau Heba Finnsdóttir og Guðmundur Þór Birgisson luku þar með sinni setu í stjórn MN og eru þeim færðar þakkir fyrir vel unnin störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var boðið upp á erindi. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra ræddi um samspil ferðaþjónustu og sveitarfélaga. Arnar Már Ólafsson, nýr ferðamálastjóri, sagði frá sér og sinni reynslu auk þess að fara yfir starfsemi Ferðamálastofu. Að lokum kom Pétur Oddbergur Heimisson, markaðsstjóru Hótel Blöndu og sagði frá uppbyggingunni í gamla bænum á Blönduósi og endurbótum á hótelinu.

 


Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum.