Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nýtt flugfélag stofnað á Norðurlandi

Í dag var tilkynnt um stofnun flugfélagsins Niceair sem mun einbeita sér að millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Þetta eru mjög jákvæðar fréttir fyrir norðlenska ferðaþjónustu og Arnheiður Jóhannsdóttir ræddi um áhrifin sem þetta gæti haft í samtali við Vísi og Bylgjuna í dag.

Í dag var tilkynnt um stofnun flugfélagsins Niceair sem mun einbeita sér að millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Þetta eru mjög jákvæðar fréttir fyrir norðlenska ferðaþjónustu og Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MN ræddi um áhrifin sem þetta gæti haft í samtali við Vísi og Bylgjuna í dag.

„Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta verulegt fagnaðarefni. Mikil rannsóknarvinna sé að baki stofnun félagsins og samkvæmt ferðaskrifstofum í til dæmis Bretlandi virðist áhugi á beinu flugi til Norðurlands.

„Þau svör sem við fáum eru að menn vilja fara að búa til nýja pakka fyrir Ísland. Gera nýja vöru fyrir Ísland,“ segir Arnheiður.

Hún býst við mikilli fjölgun ferðamanna gangi allt að óskum með nýja félagið - ekki síst yfir vetrartímann.

„Yfir vertrartímann myndi ég segja að þetta yrði fimm eða sexföldun ferðamanna ef við horfum fram í tímann. Þetta gerist auðvitað ekki strax á fyrsta ári. Yfir sumartímann þurfum við að fjölga gistimöguleikum til þess að geta séð tvöföldun á ferðamönnum.“

Smelltu hér til að lesa fréttina.