Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Skráning er hafin á Uppskeruhátíð!

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi verður haldin í Austur- Húnavatnssýslu og endar á Blönduósi, fimmtudaginn 26. október næstkomandi. Farið verður í heimsókn til fyrirtækja og á áhugaverða staði í nágrenninu. Dagskrá kvöldsins inniheldur kvöldverð og svo verður skemmtun til miðnættis, þar sem afhentar verða viðurkenningar. 

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi verður haldin í Austur- Húnavatnssýslu og endar á Blönduósi, fimmtudaginn 26. október næstkomandi. Farið verður í heimsókn til fyrirtækja og á áhugaverða staði í nágrenninu. Dagskrá kvöldsins inniheldur kvöldverð og svo verður skemmtun til miðnættis, þar sem afhentar verða viðurkenningar.

Í ár fagnar Markaðsstofa Norðurlands 20 ára afmæli og því frábært tilefni til að fagna þeim áfanga saman á Uppskeruhátíð.

Fyrirkomulagið verður með hefðbundnu sniði, en rúta leggur af stað frá Hofi á Akureyri kl. 8 um morguninn og dagskráin hefst svo formlega þegar rúturnar leggja af stað frá Blönduósi kl. 9:45. Mæting er í síðasta lagi klukkan 7:50 á Akureyri og 9:40 á Blönduósi.
Rútan sem fer frá Akureyri, og aftur til baka, mun koma við í Varmahlíð, svo þátttakendur úr Skagafirði og af Tröllaskaga geta  farið um borð þar. Þá geta þátttakendur sem koma úr vesturátt farið á einkabílum til Blönduóss og skilið þá eftir þar og þeir sem koma úr austurátt geta skilið sína bíla eftir á Akureyri. Þátttakendur eru hvattir til þess að nýta tilboð sem gististaðir á svæðinu bjóða upp á vegna hátíðarinnar. Sjá tilboð hér að neðan.

Boðið verður upp á rútuferð til Akureyrar að skemmtun lokinni. Jafnframt verður boðið upp á rútu til Akureyrar morguninn eftir fyrir þá sem ætla að gista.

Ef einhver hefur ofnæmi eða séróskir varðandi mat skal tilgreina slíkt í skráningarforminu.

Uppskeruhátíðin er einungis fyrir samstarfsfyrirtæki MN. Kostnaður við þátttöku er kr. 10.000 á mann. Innifalið í því er rúta frá Akureyri og Blönduósi og aftur til baka, hádegismatur og ýmsar léttar veitingar, kvöldverður og skemmtidagskrá. Skráningargjald verður innheimt 23. október og verður ekki endurgreitt eftir það. Skráningarfrestur er til og með 23. október.

Smelltu hér til að skrá þig á hátíðina

Tilboð á gistingu

Hótel Blönduós – Bókanir fara í gegnum info@hotelblonduos.is – Koma þarf fram að gistingin sé í tengslum við Uppskeruhátíðina

Glaðheimar – Bókanir fara í gegnum gladheimar@simnet.is eða í síma 6903130 – Koma þarf fram að gistingin sé tengslum við Uppskeruhátíðina

Gistiheimilið Kiljan - Bókanir fara fram í gegnum heimasíðuna www.kiljanguesthouse.com, 15% afsláttur miðað við verð á booking.com. Hægt er að bæta við morgunverði, 3000 krónur á mann.

Brimslóð Atelier - Bókanir fara í gegnum ibergthorsdottir@gmail.com - Koma þarf að gistingin sé í tengslum við Uppskeruhátíðina.



English

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi is an annual celebration, which will be held on the 26th of October in Blönduós. The schedule includes visits to tourism companies in and around the town, dinner, and awards will be given to companies for their achievements.

At 8 am, a bus will leave from Akureyri and  from Blönduós at 9:45am. Participants can choose to drive to either place to leave their car, the bus from Akureyri wil also stop in Varmahlíð to pick up passengers. Busses will go back to Akureyri in the evening and the morning after. Participants are encouraged to stay the night, with special offers available on accommodation.

The celebration is only for companies that are members of Visit North Iceland. The price is 10.000 ISK per person, which includes the bus ride, lunch, and dinner. The fee will be collected on the 23th of October and is non-refundable after that date.

Click here to sign up