Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Spurningakönnun um sjálfbæra ferðaþjónustu

Markaðsstofa Norðurlands vinnur nú að því að Norðurland verði sjálfbær áfangastaður í ferðaþjónustu.

Markaðsstofa Norðurlands vinnur nú að því að Norðurland verði sjálfbær áfangastaður í ferðaþjónustu. Verkefnið er unnið í samstarfi við svissneska ráðgjafa og ferðaþjónustufyrirtækinu Kontiki, sem sérhæfir sig í ferðum til sjálfbærra áfangastaða. Þá verður einnig leitað eftir samtali og samstarfi við hagsmunaaðila á Norðurlandi. Til mikils er að vinna því eftirspurn eftir sjálfbærum áfangastöðum fer sívaxandi.

Forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi eru hvattir til að taka þátt í könnun um sjálfbæra ferðaþjónustu. Frestur til að svara könnuninni er til og með 23. febrúar.

Smelltu hér til að svara könnuninni.

Á næstunni verður farið í ýmis konar vinnu við að útbúa drög að langtímastefnu í sjálfbærnimálum norðlenskrar ferðaþjónustu og þeim aðgerðum sem henni verður fylgt eftir með. Lykilatriði í hennni verða vörur, fólk og staðir, velgengni og hagsæld, tilgangur og samstarf. Umhverfismál, endurnýting og sóun verða mjög mikilvægir þættir í stefnunni sem og skynsamleg uppbygging ferðaþjónustunnar með það að markmiði að hún geti staðið undir sér allan ársins hring.

Í maí er stefnt að því að halda vinnustofu á Akureyri um þessa langtímastefna. Sú vinnustofa verður kynnt sérstaklega þegar nær dregur.