Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fjöruferðir á Norðurlandi

Svartar strendur eru einkennandi fyrir Ísland þar sem oft á tíðum er hægt að finna rekavið, skeljar og annað áhugavert sjávarfang. Þessar strendur eru margar hverjar vel aðgengilegar og fátt er meira hressandi en göngutúr meðfram strandlengjunni og anda að sér fresku sjávarloftinu.

  • Borgarsandur er rétt hjá Sauðárkróki. Það er auðvelt að leggja bílnum og rölta í fjöruna sem býður uppá fallegt útsýni yfir Skagafjörð.
  • Fjallahöfn austan við Tjörnes við veg númer 85. Hér er hægt að leggja bílnum og taka stutta göngu niður í fjöruna.
  • Í Eyjafirði eru skemmtilegar strendur. Má þar nefna fjöruna í Ólafsfirði sem er flott útivistarsvæði. Á Dalvík er löng strandfjara sem hægt er að ganga eftir og fylgjast með fjölbreyttu fuglalífi. Ströndin á Hauganesi er einnig frábær kostur og ekki skemmtir fyrir að eftir að hafa tekið smá sjósundssprett er hægt að hlýja sér í heitu pottunum sem staðsettir eru í fjörunni.  
  • Lambanes á Langanesi er ein af fáum ströndum á Íslandi sem er ekki svört. Hér er mikið fuglalíf og tilvalinn staður til að njóta kyrrðarinnar og ganga um í ljósum sandinum.
  • Hvítserkur er sennilega frægasti sjóklettur landsins. Það er hægt að ganga frá bílastæðinu og niður í svarta fjöruna og komast þannig í návígi við þennan sérstaka klett.  

Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Eyjafjarðarsveit Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri