Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Uppskeruhátíð og Vestnorden - Fréttaskot

Markaðsstofan vill minna á skráningu á Uppskeruhátíðina 2017, sem haldin verður þann 26. október í Mývatnssveit.

Markaðsstofan vill minna á skráningu á Uppskeruhátíðina 2017, sem haldin verður þann 26. október í Mývatnssveit. Skráningu lýkur þann 16. október og lesa má nánar um hátíðina með því að smella hér.

Vestnorden

Í síðustu viku var það tilkynnt að kaupráðstefnan Vestnorden verður haldin á Akureyri á næsta ári, en það eru Íslandsstofa, Markaðsstofa Norðurlands, Akureyrarbær og Air Iceland Connect sem munu sjá um framkvæmd hátíðarinnar, auk annarra. Lesa má nánar um ráðstefnuna hér.

Myndbönd á samfélagsmiðlum

Að undanförnu hefur Markaðsstofan birt myndbönd, bæði stóra Norðurlandsmyndbandið sem var unnið með Tjarnargötunni en einnig myndbönd þar sem rætt er við fólkið sem vinnur í ferðaþjónustu á Norðurlandi undir heitinu Okkar Auðlind. Myndböndin hafa fengið góð viðbrögð og við hvetjum alla okkar samstarfsaðila til að dreifa þeim sem víðast á samfélagsmiðlum.

Kaffi Kú opið alla daga í vetur

Að lokum viljum við koma á framfæri skilaboðum frá eigendum Kaffi Kú í Eyjafirði, en þar verður opið alla daga í vetur frá 12-18.  „Við erum oftast mætt fyrr, þannig endilega heyrið í okkur ef það eru ferðamenn langar að kíkja til okkar fyrir klukkan 12,“ segja þau Sesselja og Einar, eigendur Kaffi Kúar.