Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Upptaka frá ráðstefnu um sögutengda ferðaþjónustu

Í gær, fimmtudaginn 21. nóvember, var ráðstefna um sögutengda ferðaþjónustu haldin á Hótel Kea.

Í gær, fimmtudaginn 21. nóvember, var ráðstefna um sögutengda ferðaþjónustu haldin á Hótel Kea. Þar kom meðal annars fram að gestir safna á Norðurlandi eru afar ánægðir með heimsóknir sínar þangað og sögðust ætla að mæla með þeim við vini og fjölskyldu. Sömuleiðis eru söfn og önnur menningartengd starfsemi öflugur segull, því ferðamenn á Norðurlandi eru líklegri til að leita sér slíkrar afþreyingar en hinn almenni ferðamaður.

Ráðstefnan var send út í beinni útsendingu á Facebook síðu Markaðsstofu Norðurlands, og upptökuna má nú skoða á sömu síðu. Smelltu hér til að opna síðuna.