Úr vannýttri auðlind í verðmæti
Geosea er baðstaður á heimsmælikvarða sem vakið hefur eftirtekt fyrir gæði og fallega hönnun. Sjóböðin á Húsavík, eins og þau eru nefnd á því ástkæra ylhýra, voru opnuð í lok sumars 2018. Í dag eru 10-11 ársverk hjá fyrirtækinu og er starfsemin í gangi árið um kring. Vinsældir Sjóbaðanna hafa vaxið ár frá ári, en á árinu 2024 tók fyrirtækið á móti um 80 þúsund gestum. Erlendir og innlendir ferðamenn sækja böðin í ríku mæli, en einnig eru heimamenn duglegir að nýta sér aðstöðuna. Stofnun Sjóbaðanna á sínum tíma byggði á viðleitni heimamanna til að nýta vannýtta staðbundna auðlind á sjálfbæran hátt.
Smelltu hér til að lesa meira
Samstaða um sjálfbæra ferðaþjónustu
Markaðsstofa Norðurlands hefur síðan 2022 unnið að ýmsum verkefnum sem hafa það að markmiði að hvetja til aukinnar vitundar um sjálfbærni í ferðaþjónustu. Í kjölfar greiningarvinnu sem unnin var með aðkomu Kontiki ráðgjafafyrirtækisins (sjá samantekt hér) var ákveðið að leggja höfuðáherslu á samfélags- og hagræna þætti í áframhaldandi umræðu um viðfangsefnið. Dregnar voru út tvær megináherslur:
1) Aukinn hagur heimamanna (benefits local communities)
2) Auknar heilsárstekjur (increases local creation, all year round).
Mörg ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi hafa tileinkað sér gildi sjálfbærar þróunar. Þau eiga það sameiginlegt að hafa innleitt áherslur og/eða verkefni sem eru til þess fallin að efla sjálfbærni, m.a. með bættan hag nærsamfélagsins að leiðarljósi. MN hefur nú tekið saman frásagnir af starfi nokkurra þessara fyrirtækja. Tilgangur þessa er m.a. að auka vitund forsvarsaðila annarra ferðaþjónustufyrirtækja um sjálfbærni og hvetja þá til góðra verka.
Efnið sem birtist hér er tekið saman með stuðningi úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra.