Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vilt þú hafa áhrif á ferðamálastefnu Íslands til 2030?

Sérstök upplýsingasíða hefur verið sett upp á vef stjórnarráðsins, þar sem hægt er að kynna sér vinnu sjö starfshópa sem eiga að skila tillögum að aðgerðum í aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustustefnu til ársins 2030. Þar er einnig hægt að hafa áhrif á vinnu hópanna með því að senda inn ábendingar, hugmyndir og tillögur.

Sérstök upplýsingasíða hefur verið sett upp á vef stjórnarráðsins, þar sem hægt er að kynna sér vinnu sjö starfshópa sem eiga að skila tillögum að aðgerðum í aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustustefnu til ársins 2030. Þar er einnig hægt að hafa áhrif á vinnu hópanna með því að senda inn ábendingar, hugmyndir og tillögur.

Hóparnir tóku til starfa í sumar, en Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MN er formaður hópsins sem fjallar um uppbyggingu áfangastaða. 

"Miðað er við að hóparnir hafi víðtækt samráð við ferðaþjónustuna og aðra haghafa og skili fyrstu drögum að aðgerðum fyrir 15. október 2023. Þær tillögur fara í opið samráð í samráðsgátt stjórnvalda. Haldnir verða opnir umræðu- og kynningarfundir um vinnuna í öllum landshlutum í haust. Hóparnir skila lokatillögum til stýrihóps fyrir 15. desember 2023 sem samræmir aðgerðir í heildstæða aðgerðaáætlun og skilar til ráðherra," segir í frétt á vef stjórnarráðsins.

Neðst á upplýsingasíðunni má sjá upplýsingar um það hvernig hægt er að hafa áhrif á vinnu hópanna, senda ábendingar, hugmyndir og tillögur. Öll er hvött til þess að senda slíkt inn.

Hóparnir fjalla um eftirfarandi málaflokka:

  • Sjálfbærni og orkuskipti
  • Samkeppnishæfni og verðmætasköpun
  • Rannsóknir og nýsköpun
  • Uppbygging áfangastaða
  • Hæfni og gæði
  • Heilsu-, matar- og hvataferðaþjónusta
  • Menningartengd ferðaþjónusta

Smelltu hér til að skoða upplýsingasíðuna.