Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vilt þú vera með á Birdfair 2018?

Markaðsstofan tekur þátt í Birdfair eins og fyrri ár í gegnum verkefnið Birding Iceland. Sýningin stækkar ár frá ári og sömuleiðis eykst alltaf áhuginn á Íslandi.

Markaðsstofan tekur þátt í Birdfair eins og fyrri ár í gegnum verkefnið Birding Iceland. Sýningin stækkar ár frá ári og sömuleiðis eykst alltaf áhuginn á Íslandi. Birdfair er stærsta sýning sinnar tegundar. Árið 2017 sóttu 24.466 gestir sýninguna. Markaðsstofan hefur verið með 6-8 fulltrúa síðustu 4 ár og það hefur verið góður fjöldi til þess að sinna gestum sem koma á básinn. Fulltrúarnir hafa auk þess tíma til þess að skoða sýninguna og hitta ferðaskrifstofur sem sérhæfa sig í ferðum á þessu sviði. Kostnaður fyrir þátttakendur er um 60.000 kr. fyrir sýninguna sjálfa og svo er ferðakostnaður yfirleitt undir 100.000 kr. Markaðasstofan skipuleggur ferðir til og frá sýningunni með það að leiðarljósi að halda kostnaði í lágmarki. 

Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að skrá sig eða fá frekari upplýsingar hjá Halldóri í síma 462 3303 eða með tölvupósti á netfanginu halldor@nordurland.is. Markaðsstofan áskilur sér rétt til þess að líta til dreifingar um svæðið þegar að þátttakendur eru valdir.

Hér má sjá upplýsingar um sýninguna www.birdfair.org.uk og hér má sjá síðu MN www.northiceland.is/birding