Vestfirðir Vesturland Norðurland Austurland Suðurland Reykjanes Höfuðborgarsvæðið
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

„Yfirtaka“ á samfélagsmiðlum

Í júní og júlí ætlar Markaðsstofa Norðurlands að leyfa samstarfsfyrirtækjum sínum, sem þess óska, að „taka yfir“ samfélagsmiðlasíðuna Norðurland á bæði Facebook og Instagram. Yfirtakan felst í því að setja inn efni í „story“ en auk þess munu starfsmenn MN setja inn færslu að morgni hvers dags þegar nýtt fyrirtæki tekur við, kynna fyrirtækið og setja inn hlekk á síðu þess á www.nordurland.is.

Aðeins verður boðið upp á 10 daga þar sem hægt verður að taka yfir og því gildir reglan fyrstir koma fyrstir fá, eftir flokkum. Við viljum sýna frá sem flestum flokkum ferðaþjónustu og munum því byrja á því að reyna að koma sem flestum flokkum að, áður en við útdeilum dögum til fyrirtækja sem eru í sömu flokkum og önnur sem hafa þá þegar fengið úthlutað degi. Nánari útskýringar á ferlinu og reglur verða kynntar þeim sem fá aðgang til að deila færslum.

Til að sækja um skal fylla út skráningarformið sem hlekkurinn hér að neðan vísar á. Frestur til að sækja um rennur út kl. 16 fimmtudaginn 25. júní.

https://www.northiceland.is/is/moya/formbuilder/index/index/samfelagsmidlayfirtaka


Norðurland

Þéttbýliskjarnar

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. Fjölbreytt gisting, góðir veitingastaðir, blómstrandi menning og möguleikar til útivistar og afþreyingar eru alls staðar fyrir hendi. 

Skoðunarferðir um bæina eru því bæði skemmtilegar og fræðandi.

Skoða meira

Map Akureyri Hrafnagil Grímsey Raufarhöfn Kópasker Þórshöfn Bakkafjörður Húsavík Mývatn Laugar Svalbarðseyri Grenivík Hjalteyri Hauganes Árskógssandur Dalvík Hrísey Ólafsfjörður Siglufjörður Hofsós Hólar Varmahlíð Sauðárkrókur Skagaströnd Blöndós Hvammstangi Laugarbakki Borðeyri