Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hundasleðaferð og heimsókn til Húsavíkur

Júlli byrjar daginn hjá Snow Dogs í Vallholti ofan við Reykjadal. Þar fer hann í hundasleðaferð og þykir það allt annað en leiðinlegt! Því næst heldur hann til Húsavíkur, og kíkir á Goðafoss á leiðinni.

Snjósleðaferð og gönguskíði í Mývatnssveit

Júlli er í vetrarparadísinni við Mývatn og skellir sér í snjósleðaferð. Í fyrsta sinn á ævinni stígur hann á gönguskíði og eftir viðburðarríkan dag lætur hann þreytuna líða úr sér í Jarðböðunum.

Þyrluskíði og heit böð í fjörunni

Júlli er á Tröllaskaga og byrjar daginn á Siglufirði með heimsókn til Viking Heliskiing. Hann sér einnig þyrlu frá Arctic Heli Skiing ferja skíðamenn, kíkir inn á sérstakt salerni á súkkulaðikaffihúsinu Fríðu og baðar sig að lokum í fjörunni á Hauganesi.

Júlli skoðar Glaumbæ, Tindastól og Borgarsand

Júlli leiðsögumaður vaknar hress og ferskur á Skagaströnd, en þaðan heldur hann til Skagafjarðar og kemur við á skíðasvæðinu í Tindastól í leiðinni. Fjöruferð á Borgarsandi er frábær gönguleið fyrir fjölskyldur og heimsókn í Glaumbæ veitir ótrúlega flott innsýn í lífið á Íslandi fyrr á öldum.

Skíðakennsla í Hlíðarfjalli og heimsókn í Jólagarðinn

Júlli leiðsögumaður er kominn í Hlíðarfjall til að læra á skíði, en hann hefur ekki rennt sér nema einu sinni eða tvisvar áður. Að skíðaferðinni lokinni tekur hann því rólega og svipast um í Jólagarðinum í Eyjafirði.

Kolugljúfur, hestamennska og matur úr héraði

Júlli leiðsögumaður er farinn aftur af stað, til að upplifa vetrarferðalag um Norðurland. Hið magnaða Kolugljúfur kemur hér við sögu, hestamennska og matur úr héraði á Blönduósi.

Goðafoss - Fuglalíf og rafmagnshjól

Júlli leiðsögumaður lýkur ferðalagi sínu um Demantshringinn þegar hann skoðar Goðafoss, en hann fer þó ekki beint á hefðbundnum fararskjóta þangað. Á leiðinni frá Mývatni fer hann í fuglaskoðun - innanhúss - og gæðir sér á íslenskri kjötsúpu.

Mývatnssveit - Jarðhræringar og sjálfbærni

Júlli leiðsögumaður er kominn í Mývatnssveit, þar sem ótrúlega margt er hægt að sjá og gera.

Dettifoss - Selfoss og Hafragilsfoss

Júlli leiðsögumaður heldur áfram leið sinni um Demantshringinn og fer frá Ásbyrgi um nýjan Dettifossveg meðfram Jökulsárgljúfrum.

Ásbyrgi - Tjörnesið og fegurðin

Í dag er Júlli leiðsögumaður í Ásbyrgi, en til þess að komast þangað frá Húsavík fer hann auðvitað fyrir Tjörnes. Hann á að vísu í smá vandræðum með það, eins og sést og heyrist

Húsavík - Hvalir og Sjóböð

Júlli leiðsögumaður er aftur farinn í ferðalag um Norðurland, og nú fer hann Demantshringinn. Á þeirri leið má sjá magnaðar náttúruperlur á borð við Ásbyrgi, Dettifoss, Goðafoss og Mývatn og nágrenni þess. Í dag er Júlli á Húsavík, „höfuðborg hvalanna.“

Hrísey og Grímsey - Heimskautsbaugur og eyjaskeggjar

Nú skoðar Júlli leiðsögumaður eyjarnar tvær sem búið er í við Norðurland og tilheyra Norðurstrandarleið, en gerir það að vísu á þremur dögum svo því sé haldið til haga. Það er enda af nægu að taka þegar kemur að afþreyingu í Hrísey og Grímsey, fuglalífið er margslungið, maður kemst yfir heimskautsbaug, smakkar á hvönn og eggjum og upplifir kyrrðina sem fylgir lífi eyjaskeggja.