Markaðssetning og samfélagsmiðlar - námskeið
Markaðsstofa Norðurlands heldur í næstu viku námskeið þar sem fjallað verður um markaðssetningu á samfélagsmiðlum og öðrum stafrænum miðlum.
Námskeiðið verður haldið á Greifanum, fimmtudaginn 19. október og verður frá 11-14. Þátttökugjald er 5.900 krónur og innifalið í því er hádegismatur.