Matarauður Íslands og Norðurstrandarleið í samstarf
Það gleður okkur mikið að tilkynna um samstarf Norðurstrandarleiðar og verkefnisins Matarauður Íslands, til að skapa svokallaðar „matarupplifanir“ á þessum nýja ferðamannavegi. Í samstarfinu felst fjárhagslegur stuðningur Matarauðs við Norðurstrandarleiðarverkefnið og mun peningurinn meðal annars fara í kaup á ráðgjöf frá fyrirtækinu Blue Sail um þróun á matarupplifunum á þessu ári.