Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ráðstefna um flug og ferðaþjónustu

Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir ráðstefnu um flugmál mánudaginn 18. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Hofi á Akureyri, kl. 13:00-16:00.

Vetrarferðir easyJet kynntar í Manchester

Í byrjun september var haldinn viðburður fyrir ferðaskrifstofur í Manchester, þar sem flug easyJet til Akureyrar voru rækilega kynnt. Viðburðurinn var á vegum Markaðsstofu Norðurlands og Nature Direct verkefnisins, sem snýst um að efla millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði. 

Fundað með fulltrúum sveitarfélaga um framtíð Flugklasans

Fundarboð var sent til allra sveitarfélaga á Norðurlandi, en samningar um fjármögnun þeirra til verkefnisins renna út í árslok

easyJet tilkynnir um sölu á flugi frá Manchester

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bjóða upp á flug frá bæði London Gatwick og Manchester til Akureyrar næsta vetur. Tilkynningin kemur í kjölfarið á góðum vetri hjá easyJet sem bauð í fyrsta sinn upp á flug frá London til Akureyrar.
Flugvél easyJet á Akureyrarflugvelli

easyJet byrjað að selja flugferðir út febrúar til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í morgun flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024- febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.

Upptaka frá kynningu Chris Hagan á breskum markaði

Chris Hagan hélt kynningu á breskum ferðaþjónustu markaði fimmtudaginn 8. febrúar, en fundurinn var lokahnykkur í verkefninu Straumhvörf sem snerist um vöruþróun í ferðaþjónustu vegna millilandaflugs um Akureyri og Egilsstaði. Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum, sem haldinn var á Teams. 

Umfjöllun um Norðurland í breskum fjölmiðlum

Um miðjan janúar komu blaðamenn og fulltrúar frá easyJet og easyJet Holidays í ferðalag um Norðurland. Markmiðið var að kynna áfangastaðinn í samvinnu við easyJet, Íslandsstofu og samstarfsfyrirtæki MN.

Kynningarfundur um breska ferðamenn

Fimmtudaginn 8. febrúar, klukkan 14:00 verður haldinn kynningarfundur á breskum markaði fyrir íslenska ferðaþjónustu, en fundurinn er ætlaður ferðaþjónustufyrirtækjum á Norðurlandi og Austurlandi.
Mynd frá Isavia.

Flugvél Kontiki lenti á Akureyri í fyrsta sinn

Flugvél á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki lenti á Akureyrarflugvelli í gær, í beinu flugi frá Zurich í Sviss. Flogið verður vikulega á sunnudögum næstu sex vikurnar, en þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á vetrarferðir til Akureyrar frá þessari stærstu borg Sviss.

„Beint millilandaflug til Akureyrar, myndi velta steininum fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi“

„Beint millilandaflug til Akureyrar, myndi velta steininum held ég fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi og vonandi er þetta bara upphafið að einhverju meira þar. Það er gríðarlega langt til Keflavíkur, þó að okkur sem búum fyrir norðan finnist það kannski ekki þegar við erum að fara til útlanda. Fyrir fólk sem ætlar að stoppa stutt á Íslandi, þá er alveg drjúglangt að fara norður í land,“ segir Fjóla Viktorsdóttir, meðeigandi ferðaþjónustunnar á Syðra-Skörðugili í nýjasta myndbandinu í seríunni Okkar Auðlind.

Mikill áhugi á Norðurlandi í Hollandi

Hjalti Páll, verkefnastjóri Flugklasans, sótti viðburðinn Summer Event í Hollandi sem haldinn var 21. janúar

Norðurland kynnt í íslenska sendiráðinu í London

Áfangastaðurinn Norðurland var kynntur á fjölmennum viðburði í sendiráði Íslands í London í siðustu viku, en þangað komu bæði fulltrúar frá breskum ferðaskrifstofum og fjölmiðlum. Þar var þjónusta og afþreying á Norðurlandi kynnt.