Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vinnustofur í Brighton og Manchester

Fulltrúar 12 samstarfsfyrirtækja Markaðsstofu Norðurlands eru nú staddir á Bretlandi, þar sem þeir hafa tekið þátt í vinnustofum með fulltrúum breskra ferðaskrifstofa.

Vetrarflug easyJet til Akureyrar hafin að nýju

Fyrsta vél vetrarins frá breska flugfélaginu easyJet lenti á Akureyri í morgun, eftir rétt tæplega þriggja tíma flug frá Gatwick flugvellinum í London

Nýtt kynningarmyndband

Nýtt kynningarmyndband fyrir áfangastaðinn Norðurland er komið í loftið. Myndbandið var unnið í sumar og endurspeglar fjölbreytta ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Vinnufundur með Voigt Travel og Kontiki

Þann 29. september 2025, kl. 13:00-15:30, verður haldinn vinnufundur í Hofi, Akureyri undir yfirskriftinni “Become a part of the future of North Iceland”.

Áætluð eyðsla 1,2 milljarður á ferðalagi um Norðurland

Ferðamenn sem komu með easyJet til Akureyrar veturinn 2023-2024 eyddu 493 milljón krónum á ferðalögum um Norðurland, samkvæmt skýrslu sem var birt á vef Ferðamálastofu í gær. Miðað við sömu forsendur og voru notaðar í skýrslunni, má áætla að veturinn 2024-2025 hafi heildareyðslan verið ríflega 1200 milljónir króna.

Verja megninu af ferðalaginu á Norðurlandi

Erlendir ferðamenn sem koma með beinu flugi til Akureyrar fara meira um landshlutann Norðurland en aðra landshluta og þannig skapar beina flugið raunverulega viðbót við þann fjölda sem heimsækir landshlutann.

Beint flug lykilatriði í ákvörðun um ferð um Norðurland

Þegar tekin var ákvörðun um að fljúga beint til Akureyrar með easyJet, Edelweiss eða ferðaskrifstofunum Voigt Travel og Kontiki skipti það sköpum að flogið var beint á áfangastaðinn. Stærsti áhrifaþátturinn í ákvörðuninni var náttúra landsins eða tiltekin náttúrufyrirbæri, en strax á eftir er möguleikinn á beinu flugi.

Leiguflug frá Sviss til Akureyrar hafin að nýju

Flugvél á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki lenti á Akureyrarflugvelli um síðustu helgi, í beinu flugi frá Zurich í Sviss. Flogið verður vikulega á sunnudögum næstu sex vikurnar, en þetta er annað árið í röð sem boðið er upp á vetrarferðir til Akureyrar frá þessari stærstu borg Sviss.

Vetrarflug Voigt Travel hafin og sumarferðirnar auglýstar

Fyrsta flugvél vetrarins á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli síðastliðinn laugardag. Voigt Travel hefur staðið fyrir vetrarflugi til Akureyrar frá árinu árið 2020 og var þetta fyrsta flug af 10 þennan veturinn, en flogið er með hollenska flugfélaginu Transavia.

Upptaka og kynningar frá Flugi til framtíðar

Hér að má sjá dagskrá ráðstefnunnar, þar sem hægt er að smella á hlekki til að skoða glærukynningar. Upptöku frá fundinum má einnig sjá hér neðar í færslunni.

Áframhaldandi stuðningur við beint millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða

Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, skrifaði í dag undir samninga um áframhaldandi stuðning úr Flugþróunarsjóði við Markaðsstofu Norðurlands, Flugklasann og Austurbrú, um beint millilandaflug til Akureyrar og Egilsstaða.

easyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bæta við flugferðum frá London Gatwick til Akureyrar í apríl 2025, og í október 2025. Áður stóð til að fljúga út mars á næsta ári, og hefja flugin að nýju í nóvember. Flugfélagið verður því mánuði lengur með flug í boði þennan vetur og að auki næsta haust.