„Beint millilandaflug til Akureyrar, myndi velta steininum fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi“
„Beint millilandaflug til Akureyrar, myndi velta steininum held ég fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi og vonandi er þetta bara upphafið að einhverju meira þar. Það er gríðarlega langt til Keflavíkur, þó að okkur sem búum fyrir norðan finnist það kannski ekki þegar við erum að fara til útlanda. Fyrir fólk sem ætlar að stoppa stutt á Íslandi, þá er alveg drjúglangt að fara norður í land,“ segir Fjóla Viktorsdóttir, meðeigandi ferðaþjónustunnar á Syðra-Skörðugili í nýjasta myndbandinu í seríunni Okkar Auðlind.