Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný sýning um íslenska fjárhundinn

Sögusetur íslenska fjárhundins var opnað að Lýtingsstöðum í Skagafirði, laugardaginn 25. maí síðastliðinn.

Sögusetur íslenska fjárhundins var opnað að Lýtingsstöðum í Skagafirði, laugardaginn 25. maí síðastliðinn. Á sýningunni er fjallað í máli og myndum um íslenska fjárhundinn og hvað það er sem gerir hann svo sérstakan. Sýningin verður opin í allt sumar, frá 9-18 alla daga og einnig verður hægt að skoða sýninguna á öðrum árstímum samkvæmt samkomulagi. Ef heppnin er með þér gætu íslensku fjárhundarnir á bænum tekið á móti þér, þau Sómi, Hraundís og Fönn!

Ferðaþjónusta á Lýtingsstöðum á sér langa sögu en þar er boðið upp á hestaferðir, gistingu og þar einnig að finna torfbæ sem var byggður til að sýna hvernig Íslendingar lifðu lengi vel. Sérstakt hús var byggt fyrir sýninguna og ýmis konar tækni nýtt til að segja sögu hundategundarinnar og sýna hina ýmsu eiginleika hennar. 

Hér að neðan má sá myndir af sýningunni og frá opnuninni, þar sem tæplega 70 manns komu saman og fögnuðu þessari nýjustu viðbót í söguferðaþjónustu á Norðurlandi.

Smelltu hér til að fá nánar upplýsingar um ferðaþjónustuna á Lýtingsstöðum