Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Stefnum á Norðurland - ráðstefna um fjárfestingar og uppbyggingu

Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll.

Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin fimmtudaginn 24. nóvember í Hofi á Akureyri, frá 13-15:30. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll.

Auk þess verða haldin erindi um fjárfestingu og uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi og markaðssetningu áfangastaðarins gagnvart erlendum flugfélögum. Nokkur norðlensk ferðaþjónustufyrirtæki munu segja frá sínum fjárfestingum og verkefnum sem eru í bígerð.

Öll eru velkomin á ráðstefnuna – smelltu hér til að skrá þig.

Ráðstefnan verður í beinni útsendingu á Facebook síðu MN.

Dagskrá

  • Markaðsstofa Norðurlands – hvað er framundan í flugmálum?
  • Ferðamálastofa – tölur um ferðahegðun
  • Íslandsstofa – Erlend markaðssókn
  • KPMG – Þörfin fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum
  • Norðlensk fyrirtæki – fjárfestingar og uppbygging
    • Niceair
    • Skógarböðin
    • Jarðböðin
    • Höfði Lodge