Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Súpufundir með Markaðsstofu Norðurlands vorið 2024

Markaðsstofa Norðurlands býður upp á súpufundi víðsvegar um Norðurland frá 12. mars - 16. apríl.

Markaðsstofa Norðurlands býður upp á súpufundi víðsvegar um Norðurland frá 12. mars - 16. apríl.

Tímasetning allra funda er 11:30-13:00.

Farið verður yfir ýmis verkefni MN og boðið upp á umræður um þau, og eins um stöðu ferðaþjónustu á nærsvæði fundarstaðanna. Einnig verður skerpt á mikilvægustu áherslum norðlenskrar ferðaþjónustu.

Hittumst, ræðum það sem helst brennur á í norðlenskri ferðaþjónustu og stillum saman strengi.

Mikilvægt er að skrá sig hér að neðan, til að hægt sé að áætla fjölda þeirra sem mæta á hvern súpufund.

Ath: Fundargestir greiða fyrir sig í mat á hverjum stað, verðin eru misjöfn og sömuleiðis það sem boðið er upp á. Vinsamlegast takið fram í athugasemdum ef séróskir eru með mat.

Smelltu hér til að skrá þig