Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

#OKKARAUÐLIND - Gauksmýri

Kröftug ferðaþjónusta er ein mikilvægasta auðlind Íslendinga. Allir hafa ávinning af því að styðja við hana og greinin stuðlar að bættu samfélagi hvar sem er á landinu. Ferðaþjónustan er okkar auðlind.

Þetta þekkir Hrund Jóhannesdóttir, hótelstýra og eigandi Gauksmýrar í Húnaþingi vestra. Áhrifa ferðaþjónustunnar gætir víða á svæðinu og hún segist sjá miklar breytingar til hins betra síðastliðin tíu ár sérstaklega.