Saga og menning
>
Norðurland er þekkt fyrir merkilega sögu og ferðaþjónustan þar er menningartengd. Möguleikar á að skoða fornar slóðir merkra Íslendinga eru
margir og anda þeirra má finna svífa yfir viðkomandi stöðum.
Á Norðurlandi eru fjölmörg söfn og fræðasetur sem mörg hver hafa vakið verðskuldaða athygli bæði innanlands og erlendis. Sem dæmi má nefna söfn eins og Textílsafnið á Blönduósi, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, Hvalasafnið á Húsavík, Vesturfarasetrið á Hofsósi, Nonnahús á Akureyri auk fjölda byggðasafna og listasafna. Öll eru söfnin óþrjótandi uppspretta fróðleiks, fegurðar og skemmtunar.
Sjón er sögu ríkari. Komdu, sjáðu, skoðaðu og umfram allt njóttu alls þess besta sem Norðurland hefur upp á að bjóða!