Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Norðurljós yfir Eyjafirði.

Fljúga beint til Akureyrar frá Bretlandi

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun á næstu dögum hefja sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem boðið verður upp á beint flug til Akureyrar frá Bretlandi, en flogið verður alls átta sinnum frá átta mismunandi flugvöllum víðsvegar um Bretland. Þeirra á meðal eru Newcastle, Liverpool, Leeds, Bradford og Bournemouth. Samtals verður pláss fyrir um 1500 farþega í þessum ferðum.

Sköpum ný tækifæri saman

Frá fyrsta fundi stýrihóps Arctic Coast Way eftir stækkun.

11 nýir í stýrihóp fyrir Arctic Coast Way

Stýrihópurinn fyrir verkefnið Arctic Coast Way hefur nú verið stækkaður, úr 7 meðlimum í 17 meðlimi. Annar áfangi verkefnisins er hafinn, en umsóknir í ýmsa sjóði um aukið fjármagn báru árangur. Meðlimir í stýrihópnum koma nú frá öllum þeim svæðum sem ferðamannavegurinn nær til og þeir starfa á mörgum sviðum sem snerta verkefnið.

Rögnvaldur Már ráðinn í starf verkefnisstjóra Kjarnaveita

Í vetur var auglýst staða verkefnisstjóra fyrir Kjarnaveitur og útgáfu. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í markaðssetningu og þróun á upplýsingaveitum fyrir ferðamenn. Í starfið var ráðinn Rögnvaldur Már Helgason og hóf hann störf um miðjan maí.
Unnur, Arngrímur, Sigríður, Edda, Sigríður, Tómas, Þórdís.

Þrír nýir aðalmenn í stjórn Markaðsstofunnar

Þrír nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Hótel KEA þriðjudaginn 16. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá.
Markaðsstofa Norðurlands

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2017

Markaðsstofa Norðurlands Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar þriðjudagurinn 16. maí 2017 kl 13-15. Fundurinn er haldinn á Hótel KEA.
#skiiceland

Á skíðum skemmti ég mér - stóra Norðlenska skíðaferðin er afstaðin

Markaðsstofa Norðurlands ásamt skíðasvæðunum á Norðurlandi buðu 40 ferðaþjónustuaðilum í 5x skíðaferð í gegnum verkefnið Ski Iceland. Fimmtudaginn 7. apríl fóru 40 aðilar sem tengjast ferðaþjónustu beint og óbeint að skoða og prófa skíðasvæðin á Norðurlandi og tókst það vel til.
Björn H. Reynisson

Björn H. Reynisson ráðinn í starf verkefnisstjóra DMP

Ráðningarferli vegna verkefnisstjóra DMP er nú lokið og munum við hefja verkefnið af fullum krafti á næstu vikum.

Skýrsla RRF um dreifingu gistinátta á Norðurlandi 2010-2016

Markaðsstofan fékk Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar í verkefnið að taka saman helstu tölur úr könnun þeirra á Norðurlandi. Hér má sjá tölur sem skiptast milli svæða á Norðurlandi. Tekið er saman eftirtalin svæði:
Frá undirskrift samninga við markaðsstofur landshlutana og Höfuðborgarstofu. Talið frá vinstri: Kris…

EITT STÆRSTA VERKEFNI FERÐAÞJÓNUSTUNNAR ER HAFIÐ: UMFANGSMIKIL ÁÆTLUNARGERÐ UM LAND ALLT

Ferðamálastofa hefur gengið til samninga um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (e. Destination Management Plan) í öllum landshlutum. Þetta er eitt stærsta verkefnis á sviði ferðaþjónustu sem ráðist hefur verið í hér á landi. Samið verður við markaðsstofur landshlutanna og Höfuðborgarstofu um að leiða vinnuna í hverjum landshluta en Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála hafa átt samvinnu um verkefnið, ásamt markaðsstofum landshlutanna.

Uppbygging nýrra áfangastaða - sóknarfæri í ferðaþjónustu

Ráðstefna um ferðaþjónustu Fjallabyggðar fimmtudaginn 9. mars í Tjarnarborg Ólafsfirði Ráðstefnan hefst klukkan 11:30 og stendur til 15:10

Markaðsstofa Norðurlands auglýsir eftir verkefnastjóra DMP áætlana

Markaðsstofa Norðurlands óskar eftir að ráða verkefnastjóra DMP áætlana (Destination Management Plan) á Norðurlandi. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni við gerð stefnumótandi stjórnunaráætlunar áfangastaðar og er ráðið til eins árs með möguleika á framlengingu.