Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Fréttir
Markaðssetning á Demantshringnum - Umræðufundur
Viltu taka þátt í þróun á þessari fallegu ferðamannaleið?
Fimmtudaginn 23. maí kl 13:00 – 15:00 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík.
Kynning á störfum Markaðsstofunnar frá aðalfundi
Á aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands var venju samkvæmt var farið yfir störf MN á síðasta ári. Hér að neðan má sjá upptöku frá þeirri kynningu .
Lokaskýrsla um þróun upplifana birt
Lokaskýrsla Blue Sail um þróun upplifana á Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið hefur nú verið birt. Í skýrslunni er að finna samantekt á því starfi sem hefur verið unnið í tengslum við þróun upplifana, en sú vinna fór fram í fimm þrepum frá því í nóvember 2017 og fram í október 2018.
Samstarf um markaðssetningu Diamond Circle
Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa hafa gert með sér samning um notkun á heitinu Diamond Circle sem er í eigu Húsavíkurstofu.
Ný stjórn kosin á aðalfundi
Þrír stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Fosshótel Húsavík þriðjudaginn 7. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá, en fundargögn koma inn á vefsíðuna síðar.
Transavia selur flugsæti til og frá Akureyri
Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur.
Vorráðstefna MN 2019 - „Okkar Áfangastaður“
Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands verður haldin á Fosshótel Húsavík, þriðjudaginn 7. maí næstkomandi, frá 13-15:00. Heiti ráðstefnunnar að þessu sinni er „Okkar Áfangastaður“ og verður þar fjallað um þrjú viðamikil verkefni hjá Markaðsstofunni.
Rannsaka sögutengda ferðaþjónustu
Markaðsstofa Norðurlands hefur gert samkomulag við Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF) og Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF) um rannsóknir á sögutengdri ferðaþjónustu.
Skráning hafin í Arctic Coast Way
Opnað hefur verið fyrir skráningu fyrirtækja í Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið, en ferðamannaleiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi á Degi hafsins.
Fréttaskot - Styttist í Arctic Coast Way
Skráning samstarfsfyrirtækja í Arctic Coast Way, Katrín Harðardóttir ráðin til starfa og markaðssetning safna og setra er meðal þess sem kemur fram í fréttaskoti marsmánaðar.
Ályktun stjórnar MN um snjómokstur á Dettifossvegi
Dettifossvegur hefur ekki verið mokaður að vetrarlagi nema tvisvar sinnum á ári, samkvæmt G-reglu Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu. Þetta er óásættanlegt og ítrekað hefur verið bent á mikilvægi snjómoksturs á þessum vegi á undanförnum árum. Lítið hefur hinsvegar breyst og í dag er staðan sú að vegurinn er ófær öðrum en þeim sem keyra um á breyttum jeppum. Dettifoss er eitt helsta aðdráttaraflið í ferðaþjónustu á Norðurlandi, enda fossinn sá aflmesti í Evrópu.
Dettifoss: Lokað!
Ferðamaður vill komast að Dettifossi að vetri til. Ekki furða, hann vill fá að sjá aflmesta foss Evrópu og einstaka náttúruperlu. Hann vill fá að upplifa kraftinn sem býr í fossinum og sjá þetta undur með eigin augum