Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Frá vinstri: Þórdís, Baldvin Esra, Arngrímur, Unnur Valborg, Edda Hrund, Viggó.

Tveir nýir stjórnarmenn kosnir á aðalfundi

Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands á aðalfundi sem haldinn var á Hótel Kea fimmtudaginn 3. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá og hér neðst má finna tengil á glærusýningu um verkefni ársins 2017.

Flogið í rétta átt - Vorráðstefna

Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasans Air 66N verður haldin fimmtudaginn 3. maí næstkomandi, frá 14-16:45. Heiti ráðstefnunnar að þessu sinni er „Flogið í rétta átt“ og verður þar fjallað um flugferðir bresku ferðaskrifstofunnar Super Break til Akureyrar í vetur og á næstu misserum. Auk þess verður fjallað í víðara samhengi um millilandaflug um Akureyrarflugvöll, innanlandsflug og tengiflug til Keflavíkur.

Aðalfundur MN verður haldinn 3. maí

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar fimmtudaginn 3. maí 2018 kl 10-12. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA.

Fréttaskot í apríl

Í fréttaskotinu er farið yfir Vorráðstefnu MN og Air 66N, vinnustofur Blue Sail og ACW, skráningu viðburða á heimasíðuna og fleira.

Helmingur erlendra sumarferðamanna kemur á Norðurland

Á árinu 2017 má áætla að um 573 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið á Norðurland, eða 29% af heildarfjölda erlendra ferðamanna sem komu til Íslands á árinu. Næturgestir voru 456 þúsund, sem gistu að meðaltali í rúmlega þrjár nætur. Samtals voru seldar gistinætur á síðasta ári 1.413 þúsund, sem er um 11% af heildarfjölda gistinótta erlendra ferðamanna. Þó nokkur munur er á fjölda þeirra sem kemur að sumri til annars vegar og vetri til hins vegar.
Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið

Taktu þátt í þróun á upplifunum í apríl með Blue Sail!

Í apríl verða haldnar vinnustofur með breska ráðgjafafyrirtækinu Blue Sail. Skráning fer fram á heimasíðu MN og hefst þriðjudaginn 27. Mars. Við viljum þróa það besta sem völ er á þegar kemur að upplifun ferðamanna, þar á meðal þeim sem tengjast mat og matargerð.

Bonefight á Icelandic Winter Games

Iceland Winter Games (IWG) hátíðin verður haldin í Hlíðarfjalli á Akureyri dagana 23.-25. mars nk. Um alþjóðlega vetrarhátíð er að ræða en hátíðin var fyrst haldin árið 2014 en snýr nú aftur eftir tveggja ára hlé. Í ár er von á keppendum víðs vegar að úr heiminum, m.a. frá Bandaríkjunum, Kanada, Austurríki og fleiri Evrópulöndum.

Vilt þú vera með á Birdfair 2018?

Markaðsstofan tekur þátt í Birdfair eins og fyrri ár í gegnum verkefnið Birding Iceland. Sýningin stækkar ár frá ári og sömuleiðis eykst alltaf áhuginn á Íslandi.

Super Break í samningaviðræðum við nýtt flugfélag

Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem hefur undanfarnar vikur komið með um 2500 breska farþega til Akureyrar, áformar nú að nota enn öflugri og stærri vél fyrir Norðurlandsferðirnar en verið hefur.

Þriðja áfangaskýrsla Norðurstrandarleiðar komin út

Nú er þriðja áfangaskýrslan um Arctic Coast Way - Norðurstrandarleið komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun á upplifunum, en sú vinna er unnin í samstarfi við breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail.

Fréttaskot í febrúar

Það má með sanni segja að janúar hafi verið mánuður ferðasýninganna, þar sem bæði Mannamót og Mid-Atlantic voru áberandi, svo eitthvað sé nefnt.

Norðurstrandarleið fær styrki úr uppbyggingarsjóðum

Verkefnið Norðurstrandarleið - Arctic Coast Way fékk á dögunum tvo peningastyrki, annarsvegar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra sem Eyþing heldur utan um og hinsvegar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Vestra sem SSNV heldur utan um.