Fréttaskot í september
Á morgun, fimmtudaginn 12. september, verður haustráðstefna markaðsstofa landshlutanna haldin á Hótel Reykjavík Natura. Umfjöllunarefnið er „Ferðamaður framtíðarinnar“ og aðalfyrirlesari er Paul Davies, forstöðumaður ferðamálarannsókna hjá markaðsráðgjafafyrirtækinu MINTEL. Þeir sem ekki komast á ráðstefnuna geta horft á streymi frá henni á www.markadsstofur.is.