Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Fréttaskot í febrúar

Það má með sanni segja að janúar hafi verið mánuður ferðasýninganna, þar sem bæði Mannamót og Mid-Atlantic voru áberandi, svo eitthvað sé nefnt.

Norðurstrandarleið fær styrki úr uppbyggingarsjóðum

Verkefnið Norðurstrandarleið - Arctic Coast Way fékk á dögunum tvo peningastyrki, annarsvegar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra sem Eyþing heldur utan um og hinsvegar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Vestra sem SSNV heldur utan um.

Matarauður Íslands og Norðurstrandarleið í samstarf

Það gleður okkur mikið að tilkynna um samstarf Norðurstrandarleiðar og verkefnisins Matarauður Íslands, til að skapa svokallaðar „matarupplifanir“ á þessum nýja ferðamannavegi. Í samstarfinu felst fjárhagslegur stuðningur Matarauðs við Norðurstrandarleiðarverkefnið og mun peningurinn meðal annars fara í kaup á ráðgjöf frá fyrirtækinu Blue Sail um þróun á matarupplifunum á þessu ári.

Áskorun vegna uppbyggingar á Akureyrarflugvelli til millilandaflugs

Markaðsstofa Norðurlands skorar á stjórnvöld að tryggja strax fjármagn til þess að kaupa og setja upp ILS aðflugsbúnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli. Jafnframt að gerð verði áætlun, og hún fjármögnuð, um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til framtíðar svo hann geti þjónað hlutverki sínu sem varaflugvöllur og millilandaflugvöllur Norðurlands. Það felur m.a. í sér stækkun flugstöðvarinnar, stækkun flughlaðsins og að tryggja að flugvöllurinn sé sem best tækjum búinn.

Fyrstu farþegarnir í beinu flugi frá Bretlandi lentir á Akureyri

Í hádeginu í dag lenti Boeing vél flugfélagsins Enter Air á Akureyrarflugvelli, með fyrstu bresku ferðamennina innanborðs sem koma með beinu flugi frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Þetta markar tímamót í ferðaþjónustu á Norðurlandi því Super Break áformar að fljúga til Akureyrar áfram næstu misserin og að miklu leyti á þeim tíma ársins sem hingað til hefur verið rólegri í ferðaþjónustu.

Fréttaskot - Viðtalstímar Markaðsstofunnar

Nú styttist í komu fyrstu ferðamannana til Akureyrar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Á föstudag lendir fyrsta flugvélin á Akureyrarflugvelli og um leið hefst nýtt tímabil í sögu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Við hlökkum mikið til! Starfsmenn Super Break sem verða staðsettir á Akureyri næstu vikurnar eru nú þegar komnir í bæinn og eru farnir að undirbúa komu fyrstu ferðamannanna.

Okkar áfangastaður - DMP stöðuskýrsla komin út

Í dag kom út stöðuskýrsla vegna DMP-verkefnisins sem Markaðsstofa Norðurlands vinnur að, ásamt Ferðamálastofu, Selasetrinu á Hvammstanga og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. Í skýrslunni er farið yfir þá vinnu sem nú þegar er lokið, farið er yfir hvað er framundan og hverjar áherslur þess verða.

Upptaka frá haustráðstefnu MAS

,,Ferðamaðurinn eða fjárfestingin - Hvort kemur á undan?" var yfirskrift fundar á vegum Markaðsstofa landshlutanna sem var haldinn þann á Grand Hótel fyrr í haust. Fundurinn var tekinn upp og hefur nú verið gerður aðgengilegur í heild sinni á YouTube rás Markaðsstofa landshlutanna.

Góður gangur í DMP-vinnu

Vinna við DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland er í fullum gangi þar sem meðal annars er búið að halda svæðisfundi innan fyrir fram skilgreinda svæða. Áfangastaðaáætlun DMP snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

Super Break staðfestir flugferðir til Akureyrar næsta sumar og vetur

Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem stendur fyrir flugferðum frá Bretlandi beint til Akureyrar í janúar og febrúar næstkomandi, hefur nú ákveðið að fljúga með farþega til Akureyrar næsta sumar og sömuleiðis næsta vetur. Þetta var tilkynnt á fundi forsvarsmanns Super Break, Chris Hagan, með forvarsmönnum ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi sem haldin var á Hótel KEA í morgun.

Skráning á Mannamót 2018 hafin

Markaðsstofa Norðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á Mannamót 2018. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en eins og áður verður hann haldinn í flugskýli Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Að þessu sinni verða Mannamót haldin fimmtudaginn 18. janúar, 2018.

Önnur áfangaskýrsla um Norðurstrandarleið komin út

Margt hefur gerst í verkefninu Arctic Coast Way, sem nú ber einnig íslenska heitið Norðurstrandarleið, síðan við sendum frá okkur síðustu skýrslu um verkefnið í mars síðastliðnum.