Fara í efni

Fréttir

Fjármögnun fyrir fyrirtæki í stafrænni vegferð

Íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum býðst að fá styrk í tengslum við verkefnið Tourbit sem Íslenski ferðaklasinn er hluti af.

Fundir um sögutengda ferðaþjónustu

Markaðsstofa Norðurlands verður á ferðinni í Húnavatnssýslum og Skagafirði fimmtudaginn 9. febrúar til að kynna og fara yfir verkefni sem tengjast söguferðaþjónustu á svæðinu.

Mannamót aldrei verið fjölmennari

Það voru á annað þúsund manns í Kórnum í Kópavogi á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna 2023.

Tvö hundruð mættu á vinnustofu með Condor

Þriðjudaginn 24. janúar stóð þýska flugfélagið Condor fyrir rafrænni vinnustofu, með Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrú

Árið byrjar af krafti í ferðaþjónustu á landsvísu

Gert er ráð fyrir að fjöldi gesta á Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna verði á bilinu 600-800 og því má með sanni segja að árið 2023 byrji með krafti í ferðaþjónustu.

Ferðasýningar og vinnustofur haustsins

Starfsfólk MN var á ferð og flugi í allt haust, á ferðasýningum og vinnustofum erlendis. Þar kynnum við áfangastaðinn Norðurland, segjum frá því hvað norðlensk ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða og svörum spurningum sem koma upp. Fundir á slíkum viðburðum eru afar þýðingarmiklir og hafa skilað góðum árangri í gegnum tíðina.

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli.

Edelweiss Air flýgur til Akureyrar frá Zurich

Eitt fremsta flugfélag Sviss, Edelweiss Air, mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zurich næsta sumar. Flogið verður á föstudögskvöldum til Akureyrar og svo strax til baka til Zurich í næturflugi.

Upptaka frá ráðstefnunni „Stefnum á Norðurland“

Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ var haldin fimmtudaginn 24. nóvember í Hofi á Akureyri. Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll.

Tækifæri til fjárfestingar í gistirýmum á Norðurlandi

Bætt nýting utan háannar, vaxandi eftirspurn og þörf fyrir fjárfestingu í gistirýmum er einkennandi fyrir þá stöðu sem blasir við í norðlenskri ferðaþjónustu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í greiningu KPMG á gistirýmum á Norðurlandi, sem unnin var fyrir Markaðsstofu Norðurlands í haust.

Ísland er betri áfangastaður en geimurinn

Ísland er fyrsti áfangastaður í heimi til þess að sækja sérstaklega á hóp geimferðalanga með því að senda auglýsingaskilti út í geim. Aðgerðin er hluti af nýrri herferð fyrir áfangastaðinn Ísland sem nefnist Mission Iceland. Skilaboðin eru einföld: Ísland er betri áfangastaður en geimurinn.

Stefnum á Norðurland - ráðstefna um fjárfestingar og uppbyggingu

Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll.