Demantshringurinn formlega opnaður
Formleg opnun Demantshringsins verður á laugardaginn næsta, 22. ágúst. Demantshringurinn er stórkostlegur 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og skemmtilega afþreyingu.