Flogið í rétta átt - Vorráðstefna
Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasans Air 66N verður haldin fimmtudaginn 3. maí næstkomandi, frá 14-16:45. Heiti ráðstefnunnar að þessu sinni er „Flogið í rétta átt“ og verður þar fjallað um flugferðir bresku ferðaskrifstofunnar Super Break til Akureyrar í vetur og á næstu misserum. Auk þess verður fjallað í víðara samhengi um millilandaflug um Akureyrarflugvöll, innanlandsflug og tengiflug til Keflavíkur.