Fundur um flugmál á Norðurlandi
Markaðsstofa Norðurlands heldur fund um flugmál á Norðurlandi þriðjudaginn 16. febrúar kl. 10:00 – 11:45. Á fundinum verður farið yfir niðurstöður greiningar á erlendum mörkuðum m.t.t. heimsókna til Norðurlands, kynntar niðurstöður könnunar sem gerð var á heimamarkaði og staðan tekin á uppbyggingu á Akureyrarflugvelli.
Vetrarflugi frá Hollandi aflýst vegna heimsfaraldurs
Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur
Voigt Travel aflýsir sumarflugi
Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þ.m.t. til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins.
Flugstöðin á Akureyri stækkuð og flughlað byggt upp
Stækka þarf flugstöðina á Akureyrarflugvelli, sem og flughlaðið, til að betur sé hægt að sinna millilandaflugi og auknum umsvifum á flugvellinum.
Vetrarferðatímabil Voigt Travel hófst í dag
Flugvél hollenska flugfélagsins Transavia lenti á Akureyrarflugvelli í morgun, með fyrstu farþegana sem koma til Norðurlands í vetur á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel.
Millilandafarþegum um Akureyrarflugvöll fjölgar stöðugt
Fjölgun millilandafarþega um Akureyrarflugvöll hefur verið mikil undanfarin ár. Samkvæmt tölum Isavia þá nam fjölgunin árið 2017 24% frá fyrra ári, árið 2018 var fjölgunin enn meiri eða 70% miðað við fyrra ár og árið 2019 nam fjölgunin 38% miðað við árið á undan
Fundi um flugmál frestað til fimmtudagsins 19. desember
Í ljósi þess að þingstörfum verður ekki lokið á mánudaginn næstkomandi eins og til stóð, höfum við ákveðið að fresta fundi um flugmál sem átti að vera í hádeginu á mánudaginn til fimmtudagsins 19. desember.
Fundur um flugmál á Akureyri
Markaðsstofa Norðurlands stefnir að því að halda fund um flugmál á Hótel Kea á Akureyri mánudaginn 16. desember n.k. 12:00 – 14:00.
Flug til framtíðar - málþing og vinnustofa
Þriðjudaginn 15. október verður málþing, og vinnustofa, undir nafninu „Flug til framtíðar“ haldið í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, frá kl. 13-16.
Sumarferðum Voigt Travel lokið - vetrarferðir framundan
Flugvél Transavia sótti í dag hóp ferðamanna sem hafa dvalið á Norðurlandi undanfarna daga, þann síðasta sem ferðast hingað með ferðaskrifstofunni Voigt Travel í sumar. Alls hefur ferðaskrifstofan staðið fyrir 16 ferðum til Akureyrar í sumar, í beinu flugi frá Rotterdam og almennt hafa ferðalangarnir verið mjög ánægðir með alla þá þjónustu sem þeir hafa nýtt sér og ferðalagið sjálft.
Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar
Fyrsta ferð Transavia með ferðamenn á vegum Voigt Travel kom mánudaginn 27. maí frá Rotterdam. Þetta er fyrsta flugið af 16 hjá Transavia í sumar til höfuðstaðar Norðurlands. Við þetta tækifæri tilkynnti Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel að ákveðið hefði verið að fljúga frá flugvellinum á Akureyri til Amsterdam næsta vetur. Flogið yrði á mánudögum og föstudögum frá 14. febrúar. Farnar yrðu alls átta ferðir.