Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Super Break í samningaviðræðum við nýtt flugfélag

Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem hefur undanfarnar vikur komið með um 2500 breska farþega til Akureyrar, áformar nú að nota enn öflugri og stærri vél fyrir Norðurlandsferðirnar en verið hefur.

Áskorun vegna uppbyggingar á Akureyrarflugvelli til millilandaflugs

Markaðsstofa Norðurlands skorar á stjórnvöld að tryggja strax fjármagn til þess að kaupa og setja upp ILS aðflugsbúnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli. Jafnframt að gerð verði áætlun, og hún fjármögnuð, um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til framtíðar svo hann geti þjónað hlutverki sínu sem varaflugvöllur og millilandaflugvöllur Norðurlands. Það felur m.a. í sér stækkun flugstöðvarinnar, stækkun flughlaðsins og að tryggja að flugvöllurinn sé sem best tækjum búinn.

Fyrstu farþegarnir í beinu flugi frá Bretlandi lentir á Akureyri

Í hádeginu í dag lenti Boeing vél flugfélagsins Enter Air á Akureyrarflugvelli, með fyrstu bresku ferðamennina innanborðs sem koma með beinu flugi frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Þetta markar tímamót í ferðaþjónustu á Norðurlandi því Super Break áformar að fljúga til Akureyrar áfram næstu misserin og að miklu leyti á þeim tíma ársins sem hingað til hefur verið rólegri í ferðaþjónustu.

Glærukynning Super Break

Í lok nóvember kom Chris Hagan frá bresku ferðaskrifstofunni Super Break til Akureyrar og hélt þar erindi um ferðir sem skrifstofan stendur fyrir frá Bretlandi til Akureyrar. Nú er glærukynningin hans frá fundinum komin inn, en í erindi sínu fjallaði Hagan um fyrirtækið sitt og sögu þess, hvers vegna horft hefði verið til Norðurlands og jafnframt kynnti hann flugfélagið Enter sem mun sjá um að fljúga Bretunum til Akureyrar.

Super Break staðfestir flugferðir til Akureyrar næsta sumar og vetur

Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem stendur fyrir flugferðum frá Bretlandi beint til Akureyrar í janúar og febrúar næstkomandi, hefur nú ákveðið að fljúga með farþega til Akureyrar næsta sumar og sömuleiðis næsta vetur. Þetta var tilkynnt á fundi forsvarsmanns Super Break, Chris Hagan, með forvarsmönnum ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi sem haldin var á Hótel KEA í morgun.
Norðurljós yfir Eyjafirði.

Fljúga beint til Akureyrar frá Bretlandi

Breska ferðaskrifstofan Super Break mun á næstu dögum hefja sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Þetta verður í fyrsta sinn sem boðið verður upp á beint flug til Akureyrar frá Bretlandi, en flogið verður alls átta sinnum frá átta mismunandi flugvöllum víðsvegar um Bretland. Þeirra á meðal eru Newcastle, Liverpool, Leeds, Bradford og Bournemouth. Samtals verður pláss fyrir um 1500 farþega í þessum ferðum.
#northiceland

Flugþróunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

Markmiðið með Flugþróunarsjóði er að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands þannig að koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði Með því er stuðlað að dreifingu ferðamanna um landið í samræmi við Vegvísi í ferðaþjónustu, bættri nýtingu innviða ríkisins, bættum búsetuskilyrðum og lífsgæðum heimamanna og bættum rekstrarskilyrðum atvinnureksturs á Norður- og Austurlandi.
Samgönguþing 2016

Upptaka: Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands 2016

Hér fyrir neðan má nálgast upptökur af Samgönguþingi Markaðsstofu Norðurlands 2016.
Samgönguþing

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands 2016

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands 2016 Almenningssamgöngur og skemmtiferðaskip Hofi Akureyri, miðvikudaginn 17. febrúar kl. 9:30
Frá vinstri Hjalti Páll, MN - Helgi Már,Icelandair

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands svaraði spurningum og tók á brýnum málefnum (Upptaka af þingi og efnistök)

Samgönguþing einkenndist að þessu sinni af vegamálum og flugmálum. Markaðsstofan hefur tekið að sér hlutverk tengiliðs við vegagerðina fyrir hönd ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Það starf felur í sér samhæfingu og kortlagningu á þörfum ferðaþjónustunnar í vegamálum ásamt samskiptum við vegagerðina fyrir hönd ferðaþjónustunnar og öfugt.

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands - Skráning og dagskrá

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands verður haldið fimmtudaginn 19. nóvember 2015 í Hofi á Akureyri. Samgöngur eru forsenda fyrir uppbyggingu og vexti ferðaþjónustu á Norðurlandi og grunnurinn að því að markmið um dreifingu ferðamanna náist.
Akureyrarflugvöllur

Ótvíræður ávinningur af millilandaflugi um Akureyrarflugvöll

Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum. Tekjur hins opinbera af millilandafluginu yrðu nærri 1,3 milljörðum króna árlega.