Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vinnustofur með Voigt Travel í Eyjafjarðarsveit

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel, sem hefur staðið fyrir leiguflugi til Akureyrar síðan 2019, mun í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasann Air 66N halda vinnustofur í Eyjafirði.

Söguleg lending easyJet á Akureyrarflugvelli

Nýr kafli í sögu norðlenskrar ferðaþjónustu hófst í dag þegar fyrsta flugvél breska flugfélagsins easyJet lenti á Akureyrarflugvelli í dag. Vélin flutti breska ferðamenn frá London Gatwick flugvellinum og næstu fimm mánuði verður flogið á milli þessara áfangastaða tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum.
Mynd: Skapti Hallgrímsson/akureyri.net

Alþjóðatenging á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar

Fyrstu farþegum í alþjóðatengingu Icelandair frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar var boðið upp á léttar kaffiveitingar á Akureyrarflugvelli þegar flug á milli vallanna hófst að nýju á mánudag.

Met slegin í júlí og ágúst

Íslendingar nýta tækifærin sem felast í öflugri ferðaþjónustu á Norðurlandi í meiri mæli en áður og seldum gistináttum heldur áfram að fjölga yfir sumartímann.

Fjölbreytt framboð á flugi frá Akureyri

Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Breska flugfélagið easyJet hefur flug til Akureyrar í lok október og Icelandair býður upp á beint flug á Keflavíkurflugvöll þaðan sem hægt er að tengja við flugáætlun félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.

Fyrsta flugvél Edelweiss lenti í miðnætursól á Akureyri

Rétt fyrir miðnætti á föstudaginn síðasta, 7. júlí, lenti fyrsta flugvélin frá svissneska flugfélaginu Edelweiss á Akureyri.

Líflegar umræður á fundi með Icelandair

Icelandair og Markaðsstofa Norðurlands stóðu fyrir umræðufundi um tengiflug flugfélagsins á milli Akureyrar og Keflavíkur, sem hefst í október og verður í boði út nóvember. Á fundinn komu ýmsir gestir úr ferðaþjónustu og frá sveitarfélögum á Norðurlandi, til að ræða um tækifæri og áskoranir í þessu verkefni.

Umræðufundur með Icelandair um flug milli Akureyrar og Keflavíkur

Föstudaginn 30. júní klukkan 9:30 verður haldinn fundur um alþjóðatengingu Icelandair frá Akureyrarflugvelli.

Icelandair býður upp á alþjóðatengingu milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar

Á tímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023, mun Icelandair bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt.

easyJet flýgur beint frá London til Akureyrar

Eitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið tilkynnti þetta í dag og hefur nú þegar opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024.

Kontiki býður vetrarferðir frá Zurich til Norðurlands

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zurich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring

Condor hættir við áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða

Þýska flugfélagið Condor hefur ákveðið að hætta við allt flug frá Frankfurt til Akureyrar og Egilsstaða í sumar.