Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Streymi frá ráðstefnunni Flug til framtíðar
Hér verður streymi frá ráðstefnu MN um flugmál mánudaginn 18. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Hofi á Akureyri, kl. 13:00-16:00.
Flug til framtíðar
Að breyta íslenskri ferðaþjónustu með því að bæta við nýrri gátt inn í landið gerist ekki á einni nóttu og þarf öflugt samstarf fjölmargra að koma til enda er þetta stærsta hagsmunamál ferðaþjónustunnar á bæði Norðurlandi og Austurlandi.
Fyrsta vél easyJet frá Manchester lenti á Akureyri
Í morgun hófst áætlunarflug easyJet frá Manchester til Akureyrar, en flogið verður tvisvar í viku út mars 2025. Þrátt fyrir hvassviðri tókst flugmönnum easyJet að lenda vélinni örugglega, og það sama má segja um flugmenn easyJet sem stýrðu vélinni sem kom frá London eftir hádegi.
Flug til framtíðar - skráning á ráðstefnu
Skráning á ráðstefnu um flugmál mánudaginn 18. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Hofi á Akureyri, kl. 13:00-16:00.
Ráðstefna um flug og ferðaþjónustu
Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir ráðstefnu um flugmál mánudaginn 18. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Hofi á Akureyri, kl. 13:00-16:00.
Vetrarferðir easyJet kynntar í Manchester
Í byrjun september var haldinn viðburður fyrir ferðaskrifstofur í Manchester, þar sem flug easyJet til Akureyrar voru rækilega kynnt. Viðburðurinn var á vegum Markaðsstofu Norðurlands og Nature Direct verkefnisins, sem snýst um að efla millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði.
Fundað með fulltrúum sveitarfélaga um framtíð Flugklasans
Fundarboð var sent til allra sveitarfélaga á Norðurlandi, en samningar um fjármögnun þeirra til verkefnisins renna út í árslok
easyJet tilkynnir um sölu á flugi frá Manchester
Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í dag að það muni bjóða upp á flug frá bæði London Gatwick og Manchester til Akureyrar næsta vetur. Tilkynningin kemur í kjölfarið á góðum vetri hjá easyJet sem bauð í fyrsta sinn upp á flug frá London til Akureyrar.
easyJet byrjað að selja flugferðir út febrúar til Akureyrar
Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í morgun flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024- febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.
Upptaka frá kynningu Chris Hagan á breskum markaði
Chris Hagan hélt kynningu á breskum ferðaþjónustu markaði fimmtudaginn 8. febrúar, en fundurinn var lokahnykkur í verkefninu Straumhvörf sem snerist um vöruþróun í ferðaþjónustu vegna millilandaflugs um Akureyri og Egilsstaði. Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum, sem haldinn var á Teams.
Umfjöllun um Norðurland í breskum fjölmiðlum
Um miðjan janúar komu blaðamenn og fulltrúar frá easyJet og easyJet Holidays í ferðalag um Norðurland. Markmiðið var að kynna áfangastaðinn í samvinnu við easyJet, Íslandsstofu og samstarfsfyrirtæki MN.
Kynningarfundur um breska ferðamenn
Fimmtudaginn 8. febrúar, klukkan 14:00 verður haldinn kynningarfundur á breskum markaði fyrir íslenska ferðaþjónustu, en fundurinn er ætlaður ferðaþjónustufyrirtækjum á Norðurlandi og Austurlandi.