Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands svaraði spurningum og tók á brýnum málefnum (Upptaka af þingi og efnistök)

Samgönguþing einkenndist að þessu sinni af vegamálum og flugmálum. Markaðsstofan hefur tekið að sér hlutverk tengiliðs við vegagerðina fyrir hönd ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Það starf felur í sér samhæfingu og kortlagningu á þörfum ferðaþjónustunnar í vegamálum ásamt samskiptum við vegagerðina fyrir hönd ferðaþjónustunnar og öfugt.
Frá vinstri Hjalti Páll, MN - Helgi Már,Icelandair
Frá vinstri Hjalti Páll, MN - Helgi Már,Icelandair

Samgönguþing einkenndist að þessu sinni af vegamálum og flugmálum. Markaðsstofan hefur tekið að sér hlutverk tengiliðs við vegagerðina fyrir hönd ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Það starf felur í sér samhæfingu og kortlagningu á þörfum ferðaþjónustunnar í vegamálum ásamt samskiptum við vegagerðina fyrir hönd ferðaþjónustunnar og öfugt.

Hjalti Páll fyrir hönd Markaðsstofunnar ræddi helstu niðurstöður frá fundum með ferðaþjónustaðilum varðandi vegamál, Birna Lárusdóttir formaður samgönguráðs fjallaði um ráðið framtíðarskipulag, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri stiklaði á stóru varðandi ferðaþjónustu og vegamál og Þórir Garðarsson eigandi og stjórnarformaður Gray Line Iceland um fjárfestingu hans í flugrútu frá Keflavík til Akureyrar.

Hjalti Páll greindi frá tillögum starfshóps um aukið millilandaflug á Akureyrar og Egilsstaðarflugvelli. Hjalti fór yfir hvaða stuðningur væri fyrir hendi ef að tillögur starfshópsins færu óbreyttar í gegnum fjárlög og tók þá dæmi því til útskýringar. Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia setti fram spurninguna um innanlandsflug sem almenningssamgöngur og færði rök fyrir því. Hjördís Þórhallsdóttir umdæmisstjóri Isavia  fór yfir alþjóðaflugvöllinn á Akureyri meðal annars með tilliti til markaðssetningar á flugvellinum. Ingvar Örn Ingvarsson hjá Íslandsstofu sagði frá aðkomu Íslandsstofu í viðræðum við flugfélög sem eru að eða hyggjast fljúga til Íslands. Helgi Már Björgvinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair talaði um þróun, stefnu og framtíð Icelandair og möguleika nýrra véla í flugflota Icelandair.

Myndir frá þinginu má sjá hér www.facebook.com/MarkadsstofaNordurlands 

Hér má sjá upptöku frá fundinum og erindi á pdf formi. 

Fyrri hluti

 

Seinni Hluti



Birna Lárusdóttir - Samgönguráð - erindi á samgönguþingi Markaðsstofu Norðurlands
Hjalti Páll Þórarinsson - Aðkoma MN að samgöngum, niðurstaða flugnefndar og dæmi
Hjördís Haraldsdóttir - Akureyri International Airport
Hreinn Haraldsson - Vegasamgöngur og ferðaþjónusta
Ingvar Örn Ingvarsson - Aðkoma Íslandsstofu að flugrekendum
Jón Karl Ólafsson - Innanlandsflug - lífæð almenningssamgangna
Þórir Garðarsson - Kynning á Airport Express til Akureyrar
Helgi Már Björgvinsson - Icelandair, þróun og stefna