Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áskorun vegna uppbyggingar á Akureyrarflugvelli til millilandaflugs

Markaðsstofa Norðurlands skorar á stjórnvöld að tryggja strax fjármagn til þess að kaupa og setja upp ILS aðflugsbúnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli. Jafnframt að gerð verði áætlun, og hún fjármögnuð, um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til framtíðar svo hann geti þjónað hlutverki sínu sem varaflugvöllur og millilandaflugvöllur Norðurlands. Það felur m.a. í sér stækkun flugstöðvarinnar, stækkun flughlaðsins og að tryggja að flugvöllurinn sé sem best tækjum búinn.

Fyrstu farþegarnir í beinu flugi frá Bretlandi lentir á Akureyri

Í hádeginu í dag lenti Boeing vél flugfélagsins Enter Air á Akureyrarflugvelli, með fyrstu bresku ferðamennina innanborðs sem koma með beinu flugi frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Þetta markar tímamót í ferðaþjónustu á Norðurlandi því Super Break áformar að fljúga til Akureyrar áfram næstu misserin og að miklu leyti á þeim tíma ársins sem hingað til hefur verið rólegri í ferðaþjónustu.

Fréttaskot - Viðtalstímar Markaðsstofunnar

Nú styttist í komu fyrstu ferðamannana til Akureyrar á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Á föstudag lendir fyrsta flugvélin á Akureyrarflugvelli og um leið hefst nýtt tímabil í sögu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Við hlökkum mikið til! Starfsmenn Super Break sem verða staðsettir á Akureyri næstu vikurnar eru nú þegar komnir í bæinn og eru farnir að undirbúa komu fyrstu ferðamannanna.

Okkar áfangastaður - DMP stöðuskýrsla komin út

Í dag kom út stöðuskýrsla vegna DMP-verkefnisins sem Markaðsstofa Norðurlands vinnur að, ásamt Ferðamálastofu, Selasetrinu á Hvammstanga og Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga. Í skýrslunni er farið yfir þá vinnu sem nú þegar er lokið, farið er yfir hvað er framundan og hverjar áherslur þess verða.

Forgangsmál að klára Dettifossveg

Góðar samgöngur eru undirstaða þess að ferðaþjónusta blómstri. Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti bókun í gær, samhljóða, um að klára þurfi Dettifossveg hið allra fyrsta. Uppbygging hans hefur verið forgangsmál hjá Eyþing-samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og sömuleiðis hjá ferðaþjónustunni á svæðinu undanfarin ár, en enn er þó ekki útlit fyrir að lokið verði við uppbygginguna á næstu misserum. Það eru mikil vonbrigði.

Upptaka frá haustráðstefnu MAS

,,Ferðamaðurinn eða fjárfestingin - Hvort kemur á undan?" var yfirskrift fundar á vegum Markaðsstofa landshlutanna sem var haldinn þann á Grand Hótel fyrr í haust. Fundurinn var tekinn upp og hefur nú verið gerður aðgengilegur í heild sinni á YouTube rás Markaðsstofa landshlutanna.

Góður gangur í DMP-vinnu

Vinna við DMP áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland er í fullum gangi þar sem meðal annars er búið að halda svæðisfundi innan fyrir fram skilgreinda svæða. Áfangastaðaáætlun DMP snýst um að skipuleggja og samhæfa þróun og stýringu á öllum þeim þáttum sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

Glærukynning Super Break

Í lok nóvember kom Chris Hagan frá bresku ferðaskrifstofunni Super Break til Akureyrar og hélt þar erindi um ferðir sem skrifstofan stendur fyrir frá Bretlandi til Akureyrar. Nú er glærukynningin hans frá fundinum komin inn, en í erindi sínu fjallaði Hagan um fyrirtækið sitt og sögu þess, hvers vegna horft hefði verið til Norðurlands og jafnframt kynnti hann flugfélagið Enter sem mun sjá um að fljúga Bretunum til Akureyrar.

Super Break staðfestir flugferðir til Akureyrar næsta sumar og vetur

Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem stendur fyrir flugferðum frá Bretlandi beint til Akureyrar í janúar og febrúar næstkomandi, hefur nú ákveðið að fljúga með farþega til Akureyrar næsta sumar og sömuleiðis næsta vetur. Þetta var tilkynnt á fundi forsvarsmanns Super Break, Chris Hagan, með forvarsmönnum ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi sem haldin var á Hótel KEA í morgun.

Skráning á Mannamót 2018 hafin

Markaðsstofa Norðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á Mannamót 2018. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en eins og áður verður hann haldinn í flugskýli Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Að þessu sinni verða Mannamót haldin fimmtudaginn 18. janúar, 2018.

Að gera sér mat úr mörgu - Matarauður Íslands

Af hverju fóru Íslendingar að nota mjólkursúr til að geyma matinn sinn? Hver eru matarsérkenni Vesturlands? Var kræklingasúpa margreynt ráð við svefnleysi fyrr á öldum? Hver er sérstaða íslensks hráefnis? Hvar og hvenær eru matarviðburðir? Hvernig hefur sjálfbærni í matvælaframleiðslu áhrif á heilsu okkar? Hvað gera matarfrumkvöðlar? Hversu stór hluti vinnuafls á Íslandi brauðfæðir þjóðina?

Önnur áfangaskýrsla um Norðurstrandarleið komin út

Margt hefur gerst í verkefninu Arctic Coast Way, sem nú ber einnig íslenska heitið Norðurstrandarleið, síðan við sendum frá okkur síðustu skýrslu um verkefnið í mars síðastliðnum.