Super Break og Titan Airways lentu á Akureyri í dag
Í dag lentu fyrstu ferðamenn vetrarins á Akureyrarflugvelli, sem koma til Norðurlands á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Flugferðirnar verða alls 29 í vetur og í hverri ferð verða sæti fyrir 200 manns. Þessi innspýting er því afar kærkomin fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi, eins og sást síðasta vetur.