Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

„Yfirtaka“ á samfélagsmiðlum

Í júní og júlí ætlar Markaðsstofa Norðurlands að leyfa samstarfsfyrirtækjum sínum, sem þess óska, að „taka yfir“ samfélagsmiðlasíðuna Norðurland á bæði Facebook og Instagram

Voigt Travel aflýsir sumarflugi

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þ.m.t. til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins.

Kynning á störfum Markaðsstofunnar frá aðalfundi

Upptaka af kynningu framkvæmdastjóra á störfum Markaðsstofu Norðurlands á aðalfundi 2020 er nú aðgengileg.

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands var kosin á aðalfundi, sem haldinn var þann 26. maí síðastliðinn. Aðalfundurinn var óvenjulegur, eins og svo margir fundir þetta misserið, en hann var í fyrsta sinn haldinn sem fjarfundur. Fundarstörf gengu engu að síður vel fyrir sig og venju samkvæmt var kosið í lausar stöður í stjórn MN.

Fámennið er aðdráttarafl fyrir erlenda ferðamenn

Ferðamenn sjá það sem mikinn kost að á Norðurlandi er hægt að upplifa fámenni, víðáttu og ósnorta náttúru, en slíkt verður að teljast kostur í því ástandi sem ferðaþjónusta í öllum heiminum er í um þessar mundir. Norðurljós, hvalaskoðun og gönguferðir eru þeir möguleikar í afþreyingu sem flestir ferðamenn nefndu í sérstakri viðtalsrannsókn, og helstu seglarnir eru Akureyri, Mývatn, Dettifoss og fossar almennt.

Opnir fundir Markaðsstofu Norðurlands í júní

Markaðsstofa Norðurlands heldur opna fundi á Norðurlandi næstu tvær vikurnar. Áætlað er að hver fundur verði um klukkutíma langur.

Telja að ferðaþjónustufyrirtækin sín komist í gegnum Covid-19 ástandið

Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi telja að þau muni komast í gegnum það ástand sem Covid-19 veirufaraldurinn hefur skapað og ætla að vera með opið hjá sér í sumar. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Markaðsstofa Norðurlands gerði í byrjun maí. Meirihluti þeirra er að nýta úrræði ríkisstjórnarinnar, þar af eru flest þeirra að nýta hlutabótaleiðina.
Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri MN

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2020

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar þriðjudaginn 26. maí 2020 kl. 13:00-14:30. Fundurinn verður haldinn í fjarfundi og skráðir þátttakendur fá hlekk á fundarkerfi.

Niðurstöður úr Dear Visitor könnun frá 2019

Áætlað er að 580 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið á Norðurland árið 2019, eða um 30% af þeim erlendu ferðamönnum sem komu til Íslands

Treystum á ferðaþjónustuna

Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf.

Hvetjum Íslendinga til að ferðast innanlands

Ferðamálastofa mun nú á vordögum setja í gang átak til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og kaupa vörur og þjónustu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Auglýsingastofan Brandenburg sér um þróun átaksins og er efni þess hugsað þannig að það nýtist fyrir alla landshluta og að ferðaþjónustufyrirtæki og fleiri geti nýtt það í sínu eigin markaðsefni.

Bandaríkjamenn keyptu flestar gistinætur árið 2019

Bandaríkin voru stærsta markaðssvæði norðlenskrar ferðaþjónustu á síðasta ári, rétt eins og á landinu öllu. Um 4% aukning varð á seldum gistinóttum til Bandaríkjamann miðað við árið áður, en mesta fjölgunin var í seldum gistinóttum til Kínverja eða um 17%.