Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Kveðja frá MN vegna Uppskeruhátíðar

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sendir kveðju til samstarfsfyrirtækja MN í tilefni þess að í dag hefði Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi verið haldin venju samkvæmt.

Hvað er framundan hjá okkur?

Framundan eru breyttir tímar. Ferðamynstur mun breytast, nýir markaðir opnast og vísbendingar eru um að áherslur ferðamanna verði aðrar þegar heimurinn opnar að nýju fyrir ferðalög

Leyndarmál Norðurlands

Markaðsstofan vinnur nú að því að undirbúa kynningarherferðir haustsins, en sérstök áhersla verður á innlendan markað eins og undanfarna mánuði.

Hugur í norðlenskri ferðaþjónustu

Meirihluti forsvarsmanna ferðaþjónustufyrirtækja á Norðurlandi telja að fyrirtæki þeirra muni komast í gegnum þá erfiðleika sem Covid-19 faraldurinn hefur orsakað. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Markaðsstofa Norðurlands stóð fyrir í ágúst.

Demantshringurinn formlega opnaður

Demantshringurinn var formlega opnaður við hátíðlega athöfn í gær, þegar þrír ráðherrar klipptu á borða sem var strengdur yfir nýjan Dettifossveg mitt á milli Dettifoss og Ásbyrgis. Þessi ferðamannaleið er 250 kílómetra löng og tengir saman Húsavík, Goðafoss, Mývatnssveit, Dettifoss og Ásbyrgi auk fjölda annarra einstakra áfangastaða. Ferðaþjónustufyrirtæki á þessum hring eru fjölmörg og bjóða upp á margvíslega möguleika í gistingu, afþreyingu, mat og drykk.

Ný dagsetning opnunarhátíðar Demantshringsins

Formleg opnunarhátíð Demantshringsins verður sunnudaginn 6. september 2020, en áður hafði þurft að fresta viðburðinum sem átti að halda þann 22. ágúst.

Formlegri opnun Demantshringsins frestað ótímabundið

Á morgun, laugardaginn 22. ágúst stóð til að opna Demantshringinn formlega með borðaklippingu og ræðum. Þessari opnun hefur nú verið frestað ótímabundið, en nánari upplýsingar um það hvenær hún verður verða gefnar út í næstu viku.

Demantshringurinn formlega opnaður

Formleg opnun Demantshringsins verður á laugardaginn næsta, 22. ágúst. Demantshringurinn er stórkostlegur 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og skemmtilega afþreyingu.

Goðafoss - Fuglalíf og rafmagnshjól

Júlli leiðsögumaður lýkur ferðalagi sínu um Demantshringinn þegar hann skoðar Goðafoss, en hann fer þó ekki beint á hefðbundnum fararskjóta þangað. Á leiðinni frá Mývatni fer hann í fuglaskoðun - innanhúss - og gæðir sér á íslenskri kjötsúpu.

Mývatnssveit - Jarðhræringar og sjálfbærni

Júlli leiðsögumaður er kominn í Mývatnssveit, þar sem ótrúlega margt er hægt að sjá og gera.

Sigling útí eyjur

Hægt er að fara í fjölbreyttar siglingar útí 4 mismunandi eyjur Norðurlands. Fjölskrúðugt fuglalíf hvert sem litið er og hægt að freist þess að sjá hvali að leik í sínu náttúrulega umhverfi.

Dettifoss - Selfoss og Hafragilsfoss

Júlli leiðsögumaður heldur áfram leið sinni um Demantshringinn og fer frá Ásbyrgi um nýjan Dettifossveg meðfram Jökulsárgljúfrum.