Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Samstarf Íslandsstofu og Markaðsstofa um markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi

Íslandsstofa og Markaðsstofur landshlutanna hafa skrifað undir samninga um samvinnu við erlenda markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað

Vinnufundir um vetrarferðaþjónustu og samfélagsmiðlanotkun

Markaðsstofa Norðurlands heldur vinnufundi á Norðurlandi í janúar. Tilgangur fundanna er að efla samstarf á milli ferðaþjónustuaðila og útbúa pakka til þess að ýta undir vetrarferðaþjónustu á svæðinu. Einnig verður farið í grunnatriði markaðssetningar á samfélagsmiðlum og hvað hafa þarf í huga við notkun þeirra.

Hundasleðaferð og heimsókn til Húsavíkur

Júlli byrjar daginn hjá Snow Dogs í Vallholti ofan við Reykjadal. Þar fer hann í hundasleðaferð og þykir það allt annað en leiðinlegt! Því næst heldur hann til Húsavíkur, og kíkir á Goðafoss á leiðinni.

Snjósleðaferð og gönguskíði í Mývatnssveit

Júlli er í vetrarparadísinni við Mývatn og skellir sér í snjósleðaferð. Í fyrsta sinn á ævinni stígur hann á gönguskíði og eftir viðburðarríkan dag lætur hann þreytuna líða úr sér í Jarðböðunum.

Þyrluskíði og heit böð í fjörunni

Júlli er á Tröllaskaga og byrjar daginn á Siglufirði með heimsókn til Viking Heliskiing. Hann sér einnig þyrlu frá Arctic Heli Skiing ferja skíðamenn, kíkir inn á sérstakt salerni á súkkulaðikaffihúsinu Fríðu og baðar sig að lokum í fjörunni á Hauganesi.

Júlli skoðar Glaumbæ, Tindastól og Borgarsand

Júlli leiðsögumaður vaknar hress og ferskur á Skagaströnd, en þaðan heldur hann til Skagafjarðar og kemur við á skíðasvæðinu í Tindastól í leiðinni. Fjöruferð á Borgarsandi er frábær gönguleið fyrir fjölskyldur og heimsókn í Glaumbæ veitir ótrúlega flott innsýn í lífið á Íslandi fyrr á öldum.

Skíðakennsla í Hlíðarfjalli og heimsókn í Jólagarðinn

Júlli leiðsögumaður er kominn í Hlíðarfjall til að læra á skíði, en hann hefur ekki rennt sér nema einu sinni eða tvisvar áður. Að skíðaferðinni lokinni tekur hann því rólega og svipast um í Jólagarðinum í Eyjafirði.

Skíðakennsla í Hlíðarfjalli og heimsókn í Jólagarðinn

Júlli leiðsögumaður er kominn í Hlíðarfjall til að læra á skíði, en hann hefur ekki rennt sér nema einu sinni eða tvisvar áður. Að skíðaferðinni lokinni tekur hann því rólega og svipast um í Jólagarðinum í Eyjafirði.

Kolugljúfur, hestamennska og matur úr héraði

Júlli leiðsögumaður er farinn aftur af stað, til að upplifa vetrarferðalag um Norðurland. Hið magnaða Kolugljúfur kemur hér við sögu, hestamennska og matur úr héraði á Blönduósi.
Tvíburarnir James og Oliver Phelps ferðuðust um Norðurland við tökur á þætti í haust. Mynd: Off the …

Þrír breskir sjónvarpsþættir teknir upp á Norðurlandi

Í haust hefur efni í þrjá breska sjónvarpsþætti verið tekið upp á Norðurlandi. Þó nokkur leynd hvílir yfir þessum verkefnum, eins og venja er en þó styttist í að tveir af þessum þáttum verði sýndir. 

Nýtt myndabankakerfi tekið í notkun

Á undanförnum vikum hefur verið ráðist í uppfærslu á því hvernig myndabanki Markaðsstofu Norðurlands er hýstur. Hann er nú kominn inn í glænýtt kerfi frá Brandcenter, sem býður upp á alls kyns möguleika til deilingar á myndefni, skjölum og myndböndum.

Vetrarþjónustu mjög ábótavant við ferðamannastaði

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands telur það óásættanlegt að vetrarþjónustu að vegum á ferðamannastöðum á Norðurlandi sé jafn ábótavant og raun ber vitni. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á síðasta stjórnarfundi MN.