Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vetrarferðatímabil Voigt Travel hófst í dag

Flugvél hollenska flugfélagsins Transavia lenti á Akureyrarflugvelli í morgun, með fyrstu farþegana sem koma til Norðurlands í vetur á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel.

Klár í Kína - Ný dagsetning

Námskeiðið Klár í Kína: Hagnýtt námskeið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og ferðaþjóna verður haldið á Icelandair Hotel Akureyri, fimmtudaginn 6. febrúar nk. kl. 15:00 - 18:00. Þar verður fjallað verður um nálganir í sölu- og markaðsmálum í Kína, hvernig betur megi þjónusta kínverska ferðamenn með því að skilja betur þeirra menningarheim og umhverfi og hvernig íslensk ferðaþjónustufyrirtæki geta betur undirbúið sig fyrir aukin viðskipti frá Kína.

Millilandafarþegum um Akureyrarflugvöll fjölgar stöðugt

Fjölgun millilandafarþega um Akureyrarflugvöll hefur verið mikil undanfarin ár. Samkvæmt tölum Isavia þá nam fjölgunin árið 2017 24% frá fyrra ári, árið 2018 var fjölgunin enn meiri eða 70% miðað við fyrra ár og árið 2019 nam fjölgunin 38% miðað við árið á undan

Opið fyrir umsóknir hetjuupplifana

Nú stendur yfir umsóknarferli fyir hetjuupplifanir á Norðurstrandarleið, en slíkar upplifanir eru sérstaklega valdar út og dregnar fram sem eitthvað sérstakt sem einkennir Norðurstrandarleið.

Nýtt merki Demantshringsins kynnt

Markaðsstofa Norðurlands kynnti nýtt merki Demantshringsins, Diamond Circle, á opnum fundi á Sel Hótel í Mývatnssveit í dag. Merkið var hannað í samstarfi við Cohn&Wolfe á Íslandi, en sú vinna var leidd af Ingvari Erni Ingvarssyni sem fór yfir ferlið á fundinum

Glærur og upptaka frá fundi um flugmál

Vel var mætt á fund Markaðsstofu Norðurlands um flugmál sem haldinn var á Hótel Kea í dag. Þingmönnum kjördæmanna Norðvestur og Norðaustur var sérstaklega boðið til fundarins, og sá stór hluti þeirra sér fært að mæta.

Fundi um flugmál frestað til fimmtudagsins 19. desember

Í ljósi þess að þingstörfum verður ekki lokið á mánudaginn næstkomandi eins og til stóð, höfum við ákveðið að fresta fundi um flugmál sem átti að vera í hádeginu á mánudaginn til fimmtudagsins 19. desember.

Demantshrings fundi frestað til 10. janúar

Fundinum um nýtt vörumerki Demantshringsins, sem átti að vera á morgun í Mývatnssveit, hefur verið frestað til föstudagsins 10. janúar næstkomandi.

Fundur um flugmál á Akureyri

Markaðsstofa Norðurlands stefnir að því að halda fund um flugmál á Hótel Kea á Akureyri mánudaginn 16. desember n.k. 12:00 – 14:00.

Kynning á nýju vörumerki Demantshringsins

Fimmtudaginn 12. desember næstkomandi verður hádegisfundur á Sel-Hótel Mývatn um Demantshringinn/Diamond Circle, frá klukkan 11:30-13:00.

Ársfundur Norðurstrandarleiðar og þróun upplifana

Ársfundur Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way var haldinn á Dalvík í síðustu viku. Verkefnastjórarnir Christiane Stadler og Katrín Harðardóttir voru þar með kynningar á verkefninu, því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum misserum og því sem framundan er. Áhugi erlendra fjölmiðla á Norðurstrandarleið hefur verið mikill og ekki síst eftir að Lonely Planet sett leiðina á lista yfir áhugaverðustu staði Evrópu til að heimsækja.

Ferðamenn líklegri í hvalaskoðun á Norðurlandi

Erlendir ferðamenn sem heimsækja Norðurland eru mun líklegri til þess að fara í hvalaskoðun, heldur en aðrir ferðamenn sem koma til Íslands