Nýtt myndabankakerfi tekið í notkun
Á undanförnum vikum hefur verið ráðist í uppfærslu á því hvernig myndabanki Markaðsstofu Norðurlands er hýstur. Hann er nú kominn inn í glænýtt kerfi frá Brandcenter, sem býður upp á alls kyns möguleika til deilingar á myndefni, skjölum og myndböndum.