Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Niðurstöður úr Dear Visitor könnun frá 2019

Áætlað er að 580 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið á Norðurland árið 2019, eða um 30% af þeim erlendu ferðamönnum sem komu til Íslands

Treystum á ferðaþjónustuna

Ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur byggst upp á löngum tíma. Að uppbyggingunni hafa komið þrautseigir frumkvöðlar, hugsjónamenn sem hafa séð tækifæri til þess að byggja upp sitt samfélag, skapa tekjur og búa til ný störf.

Hvetjum Íslendinga til að ferðast innanlands

Ferðamálastofa mun nú á vordögum setja í gang átak til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar og kaupa vörur og þjónustu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Auglýsingastofan Brandenburg sér um þróun átaksins og er efni þess hugsað þannig að það nýtist fyrir alla landshluta og að ferðaþjónustufyrirtæki og fleiri geti nýtt það í sínu eigin markaðsefni.

Upplifðu hvalaskoðun á Norðurlandi

Hvalaskoðun á Norðurlandi er ein vinsælast afþreyingin sem er í boði – og ekki að ástæðulausu. Síðustu ár hefur það verið nánast öruggt að það sjáist til hvala í hverri einustu ferð yfir sumartímann sem hvalaskoðunarfyrirtækin hafa farið.

Bandaríkjamenn keyptu flestar gistinætur árið 2019

Bandaríkin voru stærsta markaðssvæði norðlenskrar ferðaþjónustu á síðasta ári, rétt eins og á landinu öllu. Um 4% aukning varð á seldum gistinóttum til Bandaríkjamann miðað við árið áður, en mesta fjölgunin var í seldum gistinóttum til Kínverja eða um 17%.

Frá framkvæmdastjóra: „Áfram í gegnum lægðina“

Á síðustu vikum hefur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir atvinnulífið og heimilin á Íslandi orðið öllum ljóst. Stjórnvöld hafa komið fram með fyrstu tillögur til að aðstoða fyrirtækin yfir erfiðasta hjallann með þá áherslu að verja störf.

Seldum gistináttum á Norðurlandi fjölgaði árið 2018

Árið 2018 voru ónýttar gistinætur á Norðurlandi samtals 1,1 milljón en aukning upp á 1% varð á milli áranna 2017 og 2018 í fjölda seldra gistinátta í landshlutanum

Flugstöðin á Akureyri stækkuð og flughlað byggt upp

Stækka þarf flugstöðina á Akureyrarflugvelli, sem og flughlaðið, til að betur sé hægt að sinna millilandaflugi og auknum umsvifum á flugvellinum.

Frá framkvæmdastjóra vegna heimsfaraldurs

Við stöndum nú frammi fyrir mjög erfiðum tíma í ferðaþjónustunni og þurfum að standa þétt saman til þess að halda þeirri starfsemi gangandi sem hægt er, auk þess að vera tilbúin til að bregðast hratt við þegar ástandið sem nú er gengur yfir.

Breytingar á vinnustofum Taste the Arctic Coast Way vegna Covid-19

Í ljósi þess að samkomubann hefur verið sett á vegna Covid-19 vírusins höfum við tekið þá ákvörðun að breyta áætlunum varðandi vinnustofurnar sem fyrirhugaðar voru nú í mars og apríl

Leiðbeiningar til ferðamanna vegna Covid-19

Ferðamenn hafa mikið haft samband og leitað að upplýsingum um ferðaþjónustuna á Íslandi og COVID-19 veiruna.

Vinnustofur um matarupplifanir á Norðurstrandarleið

„Taste the Arctic Coast Way“ er vinnuheiti á spennandi verkefni þar sem áhersla er lögð á að gefa gestum Norðurstrandarleiðar tækifæri til að njóta matar úr héraði sem er framleiddur í hæsta gæðaflokki.