Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

#Miðnætursól

Fréttaskot MN 07.07.2016

Ferjuferð Strætó hófst 1. júlí Bíllinn fer frá Akureyri til Dalvíkur, ekur niður að höfn á Dalvík og tekur farþega úr Grímseyjarferjunni. Fer niður á Ársskógssand tekur farþega úr Hríseyjarferjunni og þaðan til Akureyrar. Þetta er góð viðbót við samgöngur á Norðurlandi og nú er aðgengi að eyjunum fögru enn betra.
#Hrísey

Ferjuferð Strætó hófst 1. júlí.

Hér fyrir neðan má sjá tímaföflu leið 78 en ferjuferðin er merkt með A og verður ekin mán-mið-fös. Bíllinn fer frá Akureyri til Dalvíkur og ekur niður að höfn á Dalvík og tekur farþega frá Grímseyjarferjunni og fer svo niður á Ársskógssand til að taka farþega frá Hríseyjarferjunni og þaðan til Akureyrar. Þetta er góð bót við samgöngur í ferjur á Norðurlandi og nú aðgengi að eyjunum fögru enn betra.
#localfood

Local Food Festival 2016 - Skráning sýnenda er hafin.

Local Food Festival í Íþróttahöllinni á Akureyri helgina 1.-2. október & Matarhátíðin North Iceland - Local Food Festival 26. september – 1. október Local Food sýningin verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri helgina 1.-2. október næstkomandi. Þetta er stærsti viðburður sinnar tegundar á landinu og er sýningin haldin annaðhvert ár en hún kallast á við sýninguna Stóreldhús í Reykjavík sem einnig er haldin annað hvert ár,þannig getur áhugafólk um matarmenningu sótt sýningar af þessu tagi ár hvert.
Dettifoss

Brothættar byggðir á norðaustuhorninu- ályktun um Dettifossveg

Verkefnisstjórnir Raufarhöfn og framtíðin og Öxarfjörður í sókn sem eru hluti af Brotthættum byggðum hafa samþykkt svohljóðandi ályktun vegna Til­lögu til þingsálykt­un­ar um fjög­urra ára sam­göng­uáætl­un fyr­ir árin 2015–2018. Brothættar byggðir eru byggðaeflingarverkefni hleypt af stokkunum árið 2012 af Byggðastofnun.
#Dettifoss

Ályktun frá aðalfundi Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra

Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og Markaðsstofa Norðurlands skora á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja fjármuni til þess að klára að byggja upp Dettifossveg (862) og setja þau áform inn á Samgönguáætlun til næstu ára. Að klára að byggja upp þennan veg með bundnu slitlagi sem allra fyrst er afar stórt hagsmunamál allra á Norðurlandi. Framkvæmdin mun hafa gríðarlega mikil áhrif á dreifingu ferðamanna og samkeppnishæfni svæðisins, auk þess að bæta samgöngur og þar með lífsgæði fyrir íbúa.
Menningarhúsið Hof

Eimur - stofnfundur

Stofnfundur samstarfsverkefnis um bætta nýtingu orkuauðlinda og nýsköpun á Norðausturlandi verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, fimmtudaginn 9. júní næstkomandi.
Mynd frá Vísi.is

Sumarið er komið á Norðurlandi

Það stefnir í góða daga á Norðurlandi í vikunni. Hlýtt er í veðri og sauðburður í fullum gangi, litlu lömbin fá góðar móttökur. Hér á síðunni má sjá upplýsingar um alla afþreyingu og gistimöguleika á Norðurlandi og það gæti verið góð hugmynd að taka forskot á sumarfríið og njóta blíðunnar.
Hlíðarfjall

Aðalfundur FNE

Aðalfundur FNE Ferðamálasamtök Norðurlands eystra boða til aðalfundar þann 1. júní 2016 kl 10:30-12. Fundurinn er haldinn á Hótel KEA, Akureyri. Fundarstjóri er Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu. Dagskrá aðalfundar skv lögum:
Sigríður,Svana,Sigríður,Gunnar,Þórdís

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn 10. maí 2016

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands var haldinn 10. maí 2016 kl 13-15 á Greifanum. Dagskrá var samkvæmt skipulagsskrá. Hér fyrir neðan má sjá kynningu á verkefnum ársins 2015 sem kynnt var á fundinum.
Markaðsstofa Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar 10. maí 2016 kl 13-15.

Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar 10. maí 2016 kl 13-15. Fundurinn er haldinn á Greifanum Akureyri. Fundarstjóri er Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Ratsjáin

Ratsjáin – Nýsköpunar og þróunarverkefni

Ratsjáin er nýsköpunar og þróunarverkefni sem stuðlar að því að bjóða stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum þátttöku í þróunarferli með það að markmiði að efla þekkingu og hæfni sína á sviði fyrirtækjareksturs. Verkefninu er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum.
@andrewstrain - Goðafoss

Erlendir ferðamenn á Norðurlandi 2010-2015 og fundur Íslandsstofu, skýrsla og glærur.

Markaðsstofa Norðurlands og Íslandsstofa héldu tvo fundi á Norðurlandi mánudaginn 25. apríl síðastliðin og hér má nálgast kynnignar frá fundinum. Markaðsstofan fékk Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar í verkefnið að taka saman helstu tölur úr könnun þeirra á Norðurlandi. Hér má sjá tölur sem skiptast milli svæða á Norðurlandi. Tekið er saman eftirtalin svæði: